27. okt. 2010 : Svæðisfundur á Austurlandi haldinn á Norðfirði í blíðskaparveðri

Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn að þessu sinni á Norðfirði og mættu fulltrúar frá tíu deildum af ellefu. Fyrir utan venjuleg fundarstörf svæðisfundar voru tvö meginmálefni á dagskrá.

Vinadeildasamstarf hófst fyrir ári síðan við deildina í Mwansa í Malaví svo ekki er komin mikil reynsla á starfið. Rætt var um starfið í vinnuhópum og spurningum svarað.

Annað málefni var stefna Rauða krossins til 2020. Umræðum stjórnuðu Anna Stefánsdóttir formaður og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Fulltrúum var skipt upp í hópa þar sem hugmyndir að stefnunni voru ræddar.