30. nóv. 2010 : Eskifjarðardeild gefur endurskinsvörur

Eskifjarðardeild Rauða kross Íslands lagði sitt til umferðaröryggis í bænum með því að færa nemendum grunnskólans endurskinsvesti og endurskinsmerki. 

15. nóv. 2010 : Kaffisamsæti aldraðra á Breiðdalsvík

Rauða kross deildirnar á Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði buðu öldruðum á hið árlega kaffisamsæti á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á sunnudaginn,  en deildirnar skiptast á að halda samsætið. Komu Fáskrúðsfirðingar og Stöðfirðingar í rútu ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Hótel Bláfell sá um veitingarnar og var glatt á hjalla því þar hittust gamlir kunningjar úr sveitunum.

Unnur Björgvinsdóttir formaður Breiðdalsdeildar las skemmtilegan pistil um fyrstu vegasamgöngur á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar þegar vegur var lagður með ýtum í Kambanesskriðum. Í dag tekur um 10 mínútur að keyra á milli en árið 1962 voru menn klukkutíma og korter að keyra skriðurnar.

2. nóv. 2010 : Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa - Rauði krossinn og Fjarðabyggð í samvinnu

Upplýsingamiðstöð fyrir nýja íbúa er rekin í samvinnu milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Rauða kross deildanna í Fjarðabyggð. Stór hluti starfsmanna Fjarðaráls ásamt starfsmönnum annarra fyrirtækja á svæðinu er aðfluttur inn í fjórðunginn. Greinin birtist í fréttablaði Fjarðaráls.