Liðsauki, föt og ungmenni

22. jan. 2010

Kynningarfundur fyrir sjálfboðaliðana í liðsaukaverkefninu var haldinn hjá Stöðvarfjarðardeildinni þann 18. janúar og mættu 14 manns.

Tekinn hefur verið inn lopi í Litlu Rauða kross búðinni og hefur það fengið góðan hljómgrunn. Grunnskólastelpur frá 9 ára aldri, eru komnar í hópinn föt sem framlag og mæta annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19.

Ungmennastarfið er að fara af stað aftur og verður t.d. á miðvikudagskvöldum.