Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

15. apr. 2010

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

Á myndinni eru frá vinstri: Jóhannes Kristinn Hafsteinnson, Viktor Breki Þorvaldsson, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir, Friðrik Júlíus Jósefsson, Haraldur Sigurjón Þorsteinsson, Arney Hildur Margeirsdóttir, Kristján Agnar Vágseið, Fjölnir Helgi Hranarsson og Eyþór Ármann Jónasson fyrir frama hann.