Rauðakrossverslanir á Austurlandi

17. sep. 2010

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum
er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

Litla Rauðakrossbúðin á Stöðvarfirði hefur á boðstólnum úrval af fatnaði á börn og fullorðna, fylgihluti og allskonar vöru og mikið úrval er til af lopa. Allar vörur verða á tilboðsverði næstu fjóra laugardaga. Opið er laugardaga klukkan 14-16. Í kaffihorninu er alltaf heitt á könnunni á opnunartíma.

Stóra Rauðakrossbúðin á Eskifirði er fatabúð sem staðsett er á efri hæð Samkaupa. Opið er á laugardögum klukkan 10-14 og fimmtudaga klukkan 14-17. Eskifjarðardeildin minnir á fatagám við áhaldahúsið sem tekur við notuðum fötum.

Verslanirnar eru í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins á höfuðborgarsvæði sem flokkar fötin  og sendir austur. Allar deildir taka á móti notuðum fötum sem send eru í Fatasöfnun.

Á vegum Rauða krossins eru fleiri verslanir með notuð föt, sjá nánar með því að smella hér.