Vorverkin hjá Seyðisfjarðardeild Rauða krossins

1. jún. 2011

Sú hefð hefur skapast á Seyðisfirði að Rauða kross deildin færir forskólabönum reiðhjólahjálma á Hjólreiðadaginn sem haldinn er í lok hvers skólaárs. Margir aðilar koma að þessum degi þar á meðal lögreglan sem skoðar hjól barnanna og sjálfboðaliðar Rauða kross deildarinnar sem afhenda hjálmana ásamt fleirum. Börnin fengu ekki bara hjálma að þessu sinni því deildin gaf þeim líka endurskinsvesti. Kiwanishreyfingin gaf við sama tækifæri börnum úr 1. bekk reiðhjólahjálma.

En vegna úrhellis rigningar varð hjólatúr hópsins mjög stuttur. Farið var frá gamla barnaskólanum að Hótel Öldu þar sem í boði var heitt súkkulaði og meðlæti sem var vel þegið og allir hressir þrátt fyrir úrhellið utandyra.

Föt sem framlag
Sjálfboðaliðarnir í Föt sem framlag verkefninu hjá Seyðisfjarðardeildinni kvöddu veturinn með samveru og héldu upp á að fyrsta vetrarstarfi verkefnisins var að ljúka og sumarfrí framundan. Það má segja að verkefnið hafi farið vel af stað því 12 sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í að búa til ungbarnapakka til hjálparstarfs á fyrsta starfsárinu. Þráðurinn verður tekinn upp aftur í september.

 

 Gunnhildur Aðalbergsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Guðlaug Vigfúsdóttir, Lukka S. Gissurardóttir og Ágústa Sveinsdóttir.
 Guðrún Auðunsdóttir, Gunnar Ragnarsson (eini karlmaðurinn í fataverkefninu), Anna Helgadóttir og Þóra Ingvaldsdóttir.
 
 Ágústa Sveinsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.
Á Hótel Öldu fengu börnin heitt súkkulaði og meðlæti, gott skjól í rigningunni!