Alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur á Höfn

15. okt. 2004

                                          

Frá opnun deidarinnar á Höfn 8. maí.


Ný aðstaða deildarinnar á Höfn var tekin í notkun 8. maí. Á opnu húsi þennan dag komu tvær dömur frá URKÍ og kynntu starf þeirra. Ungt fólk hefur verið áberandi í starfi deildarinnar nú í haust og voru í meirihluta í hópi þeirra sem gengu til góðs 2. október. Deildin hefur haldið námskeið í sálrænni skyndihjálp sem Margrét Blöndal hefur stýrt. Það er heilmargt framundan á Höfn, námskeið og opin hús einn laugardag í mánuði.