Þjóðahátíð

15. okt. 2004

 
Bás taílendingana var vinsæll.

Þjóðahátíð Austurlands var haldin í þriðja sinn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, sunnudaginn 12. september sl. Hátíðin hefur áður verið haldin á Reyðarfirði og Seyðisfirði, en ákveðið var að hafa hana á Egilsstöðum þar sem fjölgun útlendinga hefur orðið á svæðinu vegna framkvæmdanna á Kárahnjúkum. Sýndu þeir hátíðinni mikinn áhuga og tóku þátt í henni með mikilli ánægju.

Á hátíðinni var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá frá hinum ýmsu þjóðlöndum með ávarpi, dansi, söng og spili auk kynninga í básum frá 14 löndum og 5 stofnunum. Um eitt þúsund manns voru á hátíðinni, þar af um 150 sjálfboðaliðar.

Kvöldið áður var kertafleyting haldin í þágu friðar á tjörninni á Egilsstöðum ásamt ávarpi og tónlistarflutningi.