Sjálfboðaliðarnir á Eskifirði gerðu sér glaðan dag

20. sep. 2012

Á hlýjasta degi ársins á Eskifirði fimmtudaginn 9. ágúst tóku sjálfboðaliðar Rauða krossins á Eskifirði þátt í grillveislu. Deildin
vildi þakka sjálfboðaliðunum vel unnin störf í verkefnum deildarinnar; föt sem framlag, við búðina og fleira. Allir skemmtu sér konunglega eins og myndirnar segja.

Alltaf vantar sjálfboðaliða til vinna í Rauðakrossbúðinni. Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að hafa samband við Heiðrúnu í síma 849 5173.

Sjá má fleiri myndir frá grillveislunni á Ljósmyndavef Rauða krossins.