Svissnesk matargerð í óveðrinu á Egilsstöðum

13. nóv. 2012

Svissnesk matargerð var tekin fyrir á matreiðslunámskeiði sem Rauðakrossdeildin á Héraði og Borgarfirði hélt laugardaginn 3. nóvember.

Leiðindaveður var búið að vera dagana á undan og færð frekar slæm. Það var ekki hindrun í vegi sjálfboðaliðanna sem vopnuðumst snjóskóflum og stórum jeppa til að safna saman þeim sem ekki voru í göngufæri.

Byrjað var að fara yfir í Fellabæ og moka einn aðila þar út, síðan var farið og náð í kokkinn og hans fylgdarlið (konan og 8 mánaða sonur). Þá voru allir klárir í að moka sig inn á námskeiðsstaðinn en þess þurfti þó ekki.

Námsskeiðið tókst frábærlega og leiðbeinandinn stóð algjörlega undir væntingum.