Rauði krossinn á Austurlandi fær styrk úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls

19. nóv. 2013

Rauði krossinn á Austurlandi fékk veglegan styrk þegar úthlutað var úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls.

Úthlutað var úr samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls, þann 15. nóvember, til tuttugu aðila á Austurlandi við athöfn í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Að venju naut Rauði krossinn á Austurlandi góðs af samfélagssjóðnum og fékk samtals 1,3 milljónir til ýmissa verkefna en stærstur hluti fer til jólasjóðs sem styrkir þá sem þurfa aðstoð fyrir jólin. Auk jólasjóðsins var úthlutað til þjóðahátíðarinnar á Reyðarfirði og Breiðdalsdeildar.