Nýtt nytjahús á Egilsstöðum

30. jan. 2015


Á morgun, laugardaginn 31. janúar, opnar Rauði krossinn á Egilstöðum nýtt nytjahús við Lyngás 5. Hefði það ekki verið mögulegt án hjálpar starfsmanna Alcoa sem skelltu sér í stórborgina sunnan við Lagarfljótið til að hjálpa sjálfboðaliðum Rauða krossins við flutninga.

Gamla húsnæðið var gersamlega sprungið og með þessari kærkomnu hjálp reyndist unnt að endurinnrétta, þrífa, mála og flytja allt sem flytja þurfti á réttum fjórum klukkustundum. Það kallar maður afrek!

Við óskum Rauða krossinum á Egilsstöðum alls hins besta í nýju nytjahúsi og þökkum starfsmönnum Alcoa kærlega fyrir hjálpina.