Svæðisfundur deilda á Austurlandi

12. okt. 2006

Laugardaginn 7. október héldu Rauða kross deildir á Austurlandi svæðisfund á Eskifirði. Mættir voru fulltrúar frá átta deildum auk Ómars H. Kristmundssonar formanns og Kristjáns Sturlusonar framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands.

Áður en svæðisfundur byrjaði var haldið deildarnámskeið þar sem þátttakendur fengu fræðslu um störf og stefnu félagsins hjá Konráði Kristjánssyni verkefnisstjóra.

Á svæðisfundinum kynnti Kristján Sturluson niðurstöður könnunar sem Rauði krossinn gerði  „Hvar þrengir að ?” og Ómar H. Kristmundsson kynnti fyrir fundarmönnum endurskoðun stefnu félagsins samkvæmt samþykktum aðalfundar. Á eftir var fundarmönnum skipt upp í vinnuhópa þar sem þeim var falið að svara nokkrum spurningum sem vera á innlegg í vinnu nefndar sem verður stofnuð til að vinna að endurskoðuninni. Þóra Björk Nikulásdóttir í Stöðvarfjarðardeild var tilnefnd í nefndina sem fulltrúi Austurlands.

Á eftir var fjárhags- og framkvæmdaáætlun svæðis lögð fram til umræðu og samþykktar.

Rósa Björk Magnúsdóttir ritari Vopnafiarðardeildar lauk setu sinni í svæðisráði og inn kom Ásta Tryggvadóttir formaður Eskifjarðardeildar. Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar tók við sem formaður svæðisráðs. Í svæðisráði er auk Ástu og Þóru Björk, Sigurbjörg Petra Erlendsdóttir ritari Breiðdalsdeildar.