Opið hús á Seyðisfirði

6. des. 2006

Seyðisfjarðardeild Rauða kross Íslands var með opið hús fyrir útlendinga er búa á svæðinu í tilefni komu jólanna.

Boðið var uppá jólakortagerð, piparkökur og kaffi og hlustað var á jólalög frá ýmsum löndum.
Á meðan föndrað var mynduðust skemmtilegar umræður um jólasiði annarra landa og hjá okkur.