VegaHúsið á Egilsstöðum með félagsstarf fyrir ungar mæður

19. des. 2006

Vegahúsið á Egilsstöðum er eitt ungmennahúsa sem Rauði kross Íslands tekur þátt í að reka ásamt sveitarfélaginu. Í nóvember var stofnaður mömmuklúbbur. Allt að 20 mömmur mæta vikulega, alveg í skýjunum með þessa nýju þjónustu á svæðinu.

Tóku mömmurnar þátt í námskeiði í þæfingu sem haldið var á dögunum og tókst það rosalega vel. Upp úr jólum verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið með leiðbeinanda frá Rauða krossinum.

Þörfin fyrir félagsstarfið virðist vera mikil á svæðinu því það er sótt víða að, koma nokkrar mömmurnar frá Reyðarfirði. Einnig sækja félagsstarfið konur af erlendum uppruna og verður reynt að ná enn frekar til þeirra því á Kárahnjúkum og víðar á svæðinu eru margar erlendar konur með ung börn.