Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

20. des. 2006

Haldin var tombóla fyrir utan Bónusverslunina á Egilsstöðum í sumar og var Rauða krossinum afhentur ágóðinn. Alls safnaðist kr. 6322.

Krakkarnir sem voru svona duglegir heita: Mikael Bergvin Broddason 10 ára, Rebekka Karlsdóttir 9 ára, Sigurlaug Björnsdóttir 9 ára og Vilborg Björgvinsdóttir 9 ára.

Það sem tombólubörn safna ár hvert er mikilvægt í hjálparstarfi Rauða krossins. Í ár safnaðist 560 þúsund krónur og verður féð notað til að hjálpa börnum í Síerra Leone. Það er eitt fátækasta land í heimi. Börnin hafa ekki haft tækifæri til að ganga í skóla og hefur Rauði krossinn byggt fimm skóla fyrir þau.

Rauði krossinn þakkar þessum duglegu börnum stuðninginn.