Konukvöld Rauða krossins á Fáskrúðsfirði

7. nóv. 2011

Konur í Rauða kross deildinni á Fáskrúðsfirði höfðu á síðasta vetri samband við þær konur sem eru erlendar að uppruna og lögðu til að þær hittust.

Það tókst svo vel og öllum fannst það gaman að þær ákváðu að halda áfram að hittast og hafa gaman saman.

Þessar myndir eru teknar þegar hópurinn hittist í september og elduðu vorrúllur saman. Núna í vikunni hittust þær og kynntu tónlist frá sínum löndum. Utan um hópinn halda fjórir sjálfboðaliðar deildarinnar.