Íslenskuæfingar fyrir innflytjendur

10. nóv. 2011

Fimmtudaginn 3. nóvember buðu sjálfboðaliðar Rauða krossins á Norðfirði erlendum nýíbúum  að hittast og spila saman Íslenskuspilið í
Þekkingarnetinu.

Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa nýbúa á auðveldan hátt í málnotkun og auðvelda þeim að tjá sig á íslensku. Heppnaðist það vel og verður
þessi stund áfram á fimmtudögum kl. 16:30.

Einnig er boðið upp á íslenskuæfingar á  miðvikudögum á bókasafninu á Reyðarfirði kl 10:00 og á bókasafninu Eskifirði  á kl. 17:00.

Rauði krossinn vill hvetja heimamenn til að benda nýjum íbúm á þessa skemmtilegu leið til að læra íslensku.

Allir eru velkomnir til að taka þátt, sama hver kunnáttan er.