Svæðisfundur deilda á Austurlandi

16. okt. 2007

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Rauða kross húsinu á Egilsstöðum á laugardaginn og mættu fulltrúar frá átta deildum.

Auk venjulegra fundarstarfa var farið yfir leiðbeiningar um framkvæmd stefnu Rauða krossins og fulltrúum skipt upp í tvo hópa sem skiluðu af sér áliti.

Rauða kross deildir á Austurlandi hafa verið í vinadeildasamstarfi við Western Cape í S-Afríku frá því 1998 og mun því samstarfi vera lokið á næsta ári. Af því tilefni kom Helga Þórólfsdóttir sviðsstjóri alþjóðasviðs á fundinn og kynnti vinadeildasamstarf við Gambíu. Nokkrar deildir Rauða kross Íslands hafa nú þegar hafið vinadeildasamstarf við deildir á því svæði.

Í svæðisráði Austurlands sitja þrír fulltrúar frá Rauða kross deildum á Austurlandi. Sigurbjörg Petra Erlendsdóttir í Breiðdalsdeild lauk setu sinni og inn kom Málfríður Björnsdóttir frá Héraðs- og Borgarfjarðardeild. Pétur Karl Kristinsson í Eskifjarðardeild tók við sem formaður af Þóru Björk Nikulásdóttur í Stöðvarfjarðardeild.