Fatapakkar og íslenskukennsla

16. jan. 2008

Nokkrar röskar konur í félagi eldri borgara á Eskifirði hittast tvisvar í viku til að prjóna og sauma. Afraksturinn fer í verkefnið Föt sem framlag sen Rauða kross deild Eskifjarðar fór af stað með síðastliðið haust. Nú þegar hafa þær klárað 43 fatapakka.

Þeir sem áhuga hafa á að vera með í verkefninu geta mætt á þriðjudögum klukkan 2 í Melbæ, félagi eldri borgara.

Þetta er ekki eina verkefnið sem þessar duglegu konur vinna að því tvisvar í viku milli klukkan 7 og 9 leiðbeina þær pólskum starfsmönnum sem búa á Eskifirði íslensku fyrir fræðslunet Austurlands í samstarfi við vinnuveitendur þeirra.