Þjónusta við nýbúa í bókasafninu á Egilsstöðum

4. feb. 2008

Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins, í samstarfi við Sóroptimistakonur og  Norræna félagið á Austurlandi, opnuðu þjónustu við erlenda nýbúa í bókasafninu á Egilsstöðum 31. janúar.

Sjálfboðaliðar frá félögunum munu skiptast á að vera í bókasafninu einu sinni í viku á fimmtudögum milli klukkan 17 og 19 með kynningu á íslensku samfélagi, upplýsingaþjónustu og fleira. 

Í tilefni opnunarinnar gáfu Sóroptimistakonur bókasafninu bækur á pólsku, hjón frá Finnlandi sungu og spiluðu og lesið var upp úr erlendum bókum á pólsku og þýsku.

Geta má þess að Fljótsdalshérað styrkti Þekkingarnetið til að halda ókeypis tölvunámskeið fyrir erlenda íbúa.