Aðalfundur Vopnafjarðardeildar

19. feb. 2008

Vopnafjarðardeild Rauða kross Íslands hélt aðalfund þann 16. febrúar síðastliðinn. Farið var yfir ársreikninga, skýrslu formanns og verkefnaáætlun kynnt.

Á fundinn komu María Helena Haraldsdóttir svæðisfulltrúi Austurlands og Marinó Már Marinósson verkefnisstjóri Rauða krossins, en hann hélt erindi um þann hluta starfs Rauða krossins.

Tveir sögðu sig úr stjórn, Hreiðar Geirsson og Rósa Björk Magnúsdóttir. Deildin óskar þeim alls hins besta og þakkar þeim gott starf. Rósa er ekki alveg laus við deildina því hún ætlar að halda áfram að vera tengiliður Bakkafjarðar við stjórnina.

Og það fólk sem var kosið í stjórn voru þau Ólafur Björgvin Valgeirsson og Kristín Þóra Jóhönnudóttir. Þau eru boðin hjartanlega velkomin til liðs við stjórnina.