Svæðisfundur deilda á Austurlandi

5. okt. 2006

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Stöðvarfirði, laugardaginn 5. nóvember.  Til stóð að halda deildanámskeið þennan sama dag, en því miður gat ekki af því orðið. 

Fundurinn hófst klukkan 14:00 en áður snæddu fundargestir hádegisverð á veitingastaðnum Brekkunni.  Á fundinum kynnti María Helena Haraldsdóttir svæðisfulltrúi verkefnið Byggjum betra samfélag og hún kynnti einnig starfs- og fjárhagsáætlun fyrir svæðið, sem síðan var samþykkt.

 

Einnig var samþykkt að draga úr stuðningi við Rauða krossinn í Western Cape í Suður Afríku á næstu þremur árum en finna þess í stað nýtt verkefni til að styðja. 

 

Svandís Ingólfsdóttir og Málfríður Björnsdóttir sögðu frá ferð til Suður Afríku sem þær fóru ásamt fleira fólki s.l. vor og sýndu myndir og muni þaðan. 

 

Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar var kjörin í svæðisráð til þriggja ára í stað Einars Hólm Guðmundssonar frá Seyðisfirði sem vék úr ráðinu eftir þriggja ára setu þar.

 

Fundurinn var skemmtilegur en hefði mátt vera fjölmennari því fulltrúa vantaði frá nokkrum deildum en veikindi settur strik í reikninginn.