Starfið að undanförnu

1. ágú. 2005

Starf Stöðvarfjarðardeildar var nokkuð líflegt vetur.  Í sl. ári var haldið heimaþjónustunámskeið og mættu ellefu fulltrúar frá deildinni á það en út úr því komu síðan fimm heimsóknarvinir.  Samt sem áður er staðan sú að okkur vantar fleiri heimsóknarvini því eftirspurnin er mikil eftir þessari þjónustu.  Einnig var haldinn fundur með heimsóknarvinum víðsvegar af Austurlandi og var hann vel sóttur.

 

Deildin bauð fólki á fund um málefni geðfatlaðra en hann var haldinn á Egilsstöðum og voru þátttakendur sammála um að fyrirlestrar hefðu verið fræðandi og afar nauðsynlegir.  Í vor var haldinn aðalfundur deildarinnar og var kjörin ný stjórn en hana skipa:  Þóra Björk Nikulásdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Anna Ívarsdóttir, Jóna Petra Magnúsdóttir og Ásta Guðmundsdóttir sem leysti Aðalheiði Birgisdóttur af hólmi og viljum við þakka Öllu fyrir óeigingjarnt starf fyrir deildina.

Stöðvarfjarðardeildin hafði veg og vanda af móttöku Kjartans Haukssonar sem nú rær í kringum landið til að afla fjár fyrir Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar.

 

Í haust mun heimsóknarþjónustan hefja störf eftir sumarfrí og eins og fyrr segir, er eftirspurn mikil og því vantar okkur fleiri sjálfboðaliða til þessa verkefnis.  Sitthvað fleira mun verða gert í vetur og verður nánar frá því sagt hér, þegar mál skýrast.