Mannúð og menning _ námskeið í Austurbyggð 7. -11. júní 2004

12. jún. 2004

Stöðvarfjarðar- og Fáskrúðsfjarðardeildir RKÍ gengust sameiginlega fyrir námskeiðinu Mannúð og menning í Austurbyggð dagana 7. - 11. júní sl.  Leiðbeinendur voru Jóhanna Hauksdóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.  

Á námskeiðinu var lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni.  Þátttakendur fræddust um starf Rauða krossins,  allt frá Henri Dunant til dagsins í dag, grundvallarmarkmið RKÍ, hvað þau þýddu og hvernig við gætum nýtt okkur þau í daglegu lífi.  Miklar og líflegar umræður spruttu út frá þeim umræðum.  Rætt var um Genfarsáttmálann, markmið hans og hvort verið gæti að hann væri brotinn í dag.   Voru allir sammála um að það væri raunin, og fannst sorglegt.  

Þá var farið í fræðslu um skyndihjálp og neyðarvarnir og áhersla lögð á númerin 112 og 1717. 

Í heild mjög vel heppnað námskeið með upprennandi URKÍ-liðum!