Þjóðahátiíð Austfirðinga á Neskaupsstað

18. nóv. 2011

Þjóðahátíð Rauða krossins á Austurlandi var að þessu sinni haldin í Nesskóla Neskaupstað laugardaginn 29. október. Norðfjarðardeild Rauða
kross Íslands hélt utan um hátíðina og fékk innflytjendur í Neskaupstað til að kynna sín lönd.Þórunn Halldórsdóttir verkefnastjóri setti hátíðina og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar flutti ávarp.

Boðið var upp á tónlistaratriði og dans frá ýmsum löndum og allir sungu „Meistari Jakob,“ á sínu máli og síðan öll saman á íslensku. Að því loknu voru þjóðabrotin með kynningu  og buðu upp á rétti og var þetta sannkölluð veisla frá kl 13-17.

Rauða kross deildin á Norðfirði fékk styrki og voru stuðningsaðilar m.a. Alcoa Fjarðarál, Samvinnufélag útgerðarmanna, G-Skúlason, Landsbankinn í Neskaupstað, Síldarvinnslan, Fljótsdalshreppur, Fjarðabyggð, VÍS og Tandraberg.