Hundaheimsóknir og bættir fatagámar hjá Héraðs- og Borgarfjarðardeild

4. okt. 2011

Fyrsti hundurinn sem tekur þátt í verkefni heimsóknavina byrjaði starf sitt með því að hitta vistmenn á sjúkradeild HSA á Egilsstöðum. Eldur, sem er af tegundinni siberían huski, hefur hlotið þjálfun hjá Rauða krossinum ásamt eiganda sínum henni Hjördísi Hilmarsdóttur. Eldi var vel tekið í sinni fyrstu heimsókn og er hann tilbúinn til frekari starfa.

Deildin hefur bætt við þjónustu í fatasöfnun. Nú er hægt að sækja sér poka í sérsmíðaðan kassa sem er skrúfaður utaná fatagáminn. Þeir sem setja föt í gáminn geta tekið sér poka til að halda áfram að safna í. Fatagámarnir standa við nytjahús deildarinnar sem er staðsett við Gámaþjónustuna við Tjarnarás á Egilsstöðum. Fólk er hvatt til fara með föt og annan textíl í fatagámana.

Nytjahúsið er opið miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 16-18 og laugardaga klukkan 11-14. Fatabúð Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins að Dynskógum 4 er opin á þriðjudögum og föstudögum klukkan16-18 og laugardögum klukkan 11-14. Notuð föt á góðu verði, komið og skoðið úrvalið! Fáum „gömul" föt í hverri viku.