Svæðisfundur deilda á Austfjörðum

21. okt. 2008

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði og mættu fulltrúar frá sjö deildum af 11. Pétur Karl Kristmundsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.

Stærsta verkefnið er stuðningur við skyndihjálparhóp ungmenna sem stækkaði mikið síðasta ár. Svæðissjóður styður við bakið á stuðningshópum geðfatlaðra og aðstandendum þeirra og eru sex hópar starfandi á Austurlandi. Fræðslufundur var haldinn fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál og á döfinni er námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra. Stutt hefur verið við vetrarstarf ungmenna og vinadeildasamband Rauða kross deilda á Austurlandi byrjar í Malaví í vetur en stefnt er að heimsókn sjálfboðaliða þangað á næsta ári.

Karen Erla Erlingsdóttir í stjórn Rauða krossins fór yfir nýsamþykktar siðareglur félagsins og Birna Halldórsdóttir á alþjóðasviði kynnti Malaví fyrir fulltrúum í máli og myndum í fötum frá Malaví. 

Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun svæðis og að því loknu var gengið til kosninga í svæðisráð. Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar lauk setu og í hennar stað hlaut Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir varamaður í Reyðarfjarðardeild kosningu. Pétur Karl Kristinsson formaður Eskifjarðardeildar lauk setu sem formaður en situr áfram í eitt ár og við tók Málfríður Björnsdóttir formaður í Héraðs- og Borgarfjarðardeild.