Mentoranámskeið á Reyðarfirði

7. nóv. 2008

Rauða kross deildirnar í Fjarðabyggð héldu námskeiðið Félagsvinur – mentor er málið í Grunnskólanum á Reyðarfirði um síðustu helgi. 13 konur sem áhuga hafa á að gerast Mentorar tóku þátt í námskeiðinu.

Hugmyndafræði verkefnisins byggir á nokkurs konar námssambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur frá heimalandinu (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman innlendar konur og konur af erlendum uppruna sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu hjá konum af erlendum uppruna, bæði þeim og íslensku samfélagi til framdráttar.

Leiðbeinendur námskeiðsins voru Ása Kolbrún Hauksdóttir verkefnisstjóri Garðabæjardeildar Rauða krossins og Paola Cardenas verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum.