Skemmtun eldri borgara á Stöðvarfirði
Rauða kross deildirnar á Austurlandi; Breiðdalsdeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild héldu árlega skemmtun fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu á Stöðvarfirði á sunnudaginn.
Boðið var uppá hlaðborð með úrvals heimagerðum kræsingum, barnakór Grunnskólans á Stöðvarfirði söng fyrir gesti og boðið var uppá sýningu gamalla ljósmynda.
Rauði krossinn hélt kynningu á verkefninu „Föt sem framlag” auk þess sem afurðir prjóna- og saumaklúbbsins á Stöðvarfirði voru til sýnis, en hluti afurðanna fer til Malaví í Afríku og Rauða kross búðirnar hér heima.