Haustfagnaður

21. nóv. 2008

Deildir Rauða krossins á Suðurfjörðum, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, halda árlega Haustfagnað fyrir eldri borgara á svæðinu og skiptast deildirnar á að vera gestgjafar.  Að þessu sinni varð það Stöðvarfjarðardeild sem hélt Haustfagnaðinn og var hann í safnaðarheimili Stöðvarfjarðarkirkju.

Um fimmtíu manns mættu en m.a. sungu yngstu nemendur grunnskólans fyrir gesti og svæðisfulltrúi kynnti verkefnið Föt sem framlag.  Til sýnis voru gamlar atvinnu- og mannlífsmyndir og níu hlutu vinning í happdrætti sem haldið var í tilefni dagsins.