Fjöldahjálparstjóranámskeið á Egilsstöðum

26. mar. 2009

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Egilsstöðum á laugardaginn og sóttu það18 manns frá Eskifirði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir þátttakendur voru að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar, aðrir að koma í fyrsta sinn.

Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, umræðum og verklegum æfingum þar sem þátttakendur æfðu sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

Ásgrímur Ingi Arngrímsson fréttamaður hjá RUV hélt erindi um fjölmiðla sem vöktu fjörlegar umræður hjá þátttakendum.

Þess má geta að í haust verður flugslysaæfing á Egilsstöðum og er Rauði krossinn kominn með öflugan hóp fjöldahjálparstjóra á Austurlandi.