Rauði krossinn á Seyðisfirði gefur reiðhjólahjálma

26. maí 2009

Rauða kross deildin á Seyðisfirði heimsótti krakkana í Seyðisfjarðarskóla á hinum árlega hjólreiðadegi sem haldinn var þann 21. maí.

Einar Hólm Guðmundsson formaður deildarinnar afhenti reiðhjólahjálma að gjöf og Guðjón Sigurðsson stjórnarmaður og sjúkraflutningamaður kom með sjúkrabílinn á staðinn. Töluðu þeir við krakkana um öryggið í umferðinni og sýndu þeim sjúkrabílinn að innan sem utan.