Sjálfboðaliðar frá Alcoa vinna fyrir Rauða krossinn

14. okt. 2009

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls lögðu hönd á plóg og unnu sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn dag einn í október. Er þetta gert til að sína að starfsmenn fyrirtækisins séu tilbúnir að endurgjalda samfélaginu.

Í þetta sinn nutu fjórar Rauða kross deildir í Fjarðabyggð vinnuframlags  þeirra við fatasöfnun. Á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði gengu sjálfboðaliðar  í hús og söfnuðu saman fatapokum frá Fatasöfnun Rauða krossins, á Reyðarfirði og Eskifirði dreifðu sjálfboðaliðarnir pokunum í hús. 

Á Eskifirði komu sjálfboðaliðar saman og máluðu skrifstofu Rauða krossins og festu fatasöfnunargám Rauða krossins við húsið svo hann fyki ekki.

Starfsmenn Alcoa söfnuðu fatapokum meðal íbúa Eskifjarðar.