Heimsóknahundur tekur til starfa í Fjarðabyggð

11. nóv. 2009

Vaskur er þriggja ára, ástralskur fjárhundur, sem tók nýlega til starfa sem sjálfboðaliði Rauða krossins í Fjarðabyggð. Hann er fyrsti heimsóknahundurinn utan höfuðborgarsvæðis en heimsóknahundar hafa starfað þar í nokkur ár. 

Fyrsta heimsókn Vasks var á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði og gekk mjög vel. Hann „spjallaði" við heimilismenn sem tóku honum afskaplega vel og gáfu honum hundanammi. Þetta var skemmtileg heimsókn og Vaskur kunni athyglinni vel og hafði lítið fyrir því að heilla heimilisfólk á Uppsölum.

Þeir sem vilja nánari upplýsingar um starf heimsóknahunda er bent á að hafa samband við Sólborgu Öldu verkefnisstjóra á landsskrifstofunni í síma 570 4000 eða á netfanginu [email protected]

Petra Sveinsdóttir og félagar  spjalla við Vask.