Ungbarnapakkar frá Austurlandi til Hvítarússlands

19. nóv. 2009

Rauði krossinn á Austurlandi tók á móti 67 ungbarnabökkum af Kvenfélaginu í Hróarstungu sem ætlaðir eru börnum í Hvítarússlandi.

Formaður kvenfélagsins Þóra Sigríður Gísladóttir sagði að þær hafi verið að sauma og prjóna undanfarna mánuði og það auki á gleðina að láta gott af sér leiða. 

Þess má geta að Rauði krossinn á Eskifirði og Stöðvarfirði munu einnig senda ungbarnapakka frá sínum prjónahópum á næstu dögum.