Við höfum margt að segja

Þetta voru skilaboðin frá ungliðaleiðtogum Rauða krossins og Rauða hálfmánans frá 27 löndum um allan heim sem hittust í Tarragona á Spáni 22. og 23. september 2004.
Þetta unga fólk, sem kom m.a. frá nokkrum ungliðanefndum Alþjóðasamtaka Rauða krossins, komu saman til að ræða um hvernig auka ætti þátttöku þeirra í ákvarðanatöku á öllum sviðum starfseminnar. Þá hittu þeir einnig forseta alþjóðasamtakanna, Juan Manuel Suárez Del Toro, og kynntu fyrir honum ályktanir sínar og tillögur.
Fatasendingar koma að góðum notum í Kabúl
![]() |
Rauði kross Íslands sendi föt til Afganistan. Hluti fatasendingarinnar var sérstaklega flokkaður og pakkaður fyrir börn á sjúkrahúsi sem Steina Ólafsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins vann á. |
Rauði kross Íslands stóð fyrir fatasöfnun á Lækjartorgi í maí sl. þar sem óskað var eftir hlýjum fatnaði á konur og börn í Afganistan. Almenningur brást vel við og söfnuðust um 10 tonn af fatnaði.
Þremur vikum síðar lenti á flugvellinum í Kabúl flugvél frá utanríkisráðuneytinu full af hjálpargögnum frá Rauða krossi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar. Örn Ragnarsson formaður fataflokkunarstöðvar Rauða kross Íslands var með í för og afhenti fulltrúum Alþjóðasambands Rauða krossins og Indira Ghandi barnaspítalans hjálpargögnin.
Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur var opnað á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands
![]() |
Katla Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Brynhildur Barðadóttir verkefnastjóri og Ómar Kristmundsson formaður deildarinnar fyrir utan Konukot. |
Björk sagðist vilja þakka Rauða krossinum fyrir að hafa vakið athygli á vanda heimilislausra kvenna. „Rauði krossinn er oft í fararbroddi og sýnir yfirvöldum fram á þörfina og þá geta þau tekið við,” sagði Björk. „Ég efast ekki um að þannig verður það með þessa starfsemi.”
Páll Pétursson hlýtur æðstu viðurkenningu Rauða kross Íslands
![]() |
Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson veitir Páli Péturssyni viðurkenningu á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands. |
Í rökstuðningi fyrir veitingunni segir að auk þess að hafa staðið fyrir hingaðkomu flóttamanna hafi Páll á ráðherraferli sínum beitt sér fyrir stofnun Fjölsmiðjunar, sem er verkþjálfunarsetur fyrir ungt fólk, og látið málefni geðfatlaðra til sín taka. Verkefni til stuðnings geðfötluðum hafa verið forgangsverkefni Rauða krossins á síðustu árum.
Heimsókn frá Gambíu
Fabukary Kalleh á kynningu í höfustöðvum R-RkÍ að Laugavegi 120. |
Heimsóknin er í tengslum við fyrirhugað vinadeildasamstarf Reykjavíkurdeildar við Rauða krossinn í Gambíu. Bundnar eru miklar vonir við þetta samstarf enda möguleikarnir óþrjótandi.
Þann tíma sem Fabukary Kalleh hefur dvalið hér hefur hann kynnt sér verkefni deildarinnar gaumgæfilega semog starfsemi og uppbyggingu íslenska Rauða krossins. Þá hefur hann haldið fjölda fyrirlestra m.a. í Fjölsmiðjunni, Alþjóðahúsi, Fjölbrautaskóla Akraness og fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins. Fabukary Kalleh hefur í þessum fyrirlestrum m.a. fjallað um stöðu kvenna í heimalandi sínu, um mannlíf og menningu í Gambíu og síðast en ekki síst um gambíska Rauða krossinn og verkefni hans.
Ba ba ba bababababa
Varla eru haldnir svo stórtónleikar á Reykjavíkursvæðinu öðruvísi en að Skyndihjálparhópurinn sé ekki kallaður til að sinna sjúkragæslu, enda vinnubrögð hópsins jafnan fagmannleg og fumlaus.
Meðlimir hópsins sinna þessum vöktum í sjálfboðnu starfi en vaktirnar eru gott tækifæri fyrir meðlimi hópsins til að þjálfa færni sína og skipulag. Þó er tekið hógvært gjald af þessari þjónustu til að mæta kostnaði við kaup á nauðsynlegum búnaði og þjálfun hópmeðlima.
Á sunnudaginn kemur verða sólskinsdrengirnir í Beach boys með tónleika í Laugardalshöll. Skyndihjálparhópurinn verður með sjúkragæslu á tónleikunum. Þeir meðlimir hópsins sem geta mætt á vaktina hafi samband við Birgi 1/2 verkefnastjóra, [email protected] eða Tuma, [email protected]
Námskeið í sálrænni skyndihjálp
Sjálfboðaliðar í Busl og Sjálfboðamiðlun sóttu saman námskeið í sálrænni skyndihjálp mánudagskvöldið sl.
Námskeiðið var haldið í húsnæði landsfélagsins að Efstaleiti 9. Verið er að vinna að því að útbúa nýtt húsnæði Reykjavíkurdeildar með þarfir hreyfihamlaðra í huga og verður það tilbúið innan tíðar.
Mjög góð mæting var á námskeiðið og gerðu þátttakendur góðan róm að fræðslunni en það var Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur sem kenndi
Sjálfboðaliða vantar
Leitað er eftir sjálfboðaliðum sem gætu aðstoðað ungt fólk á aldrinum 18-20 ára frá Víetnam og Taílandi við enskunám ca. einu sinni í viku.
Viðkomandi þurfa að hafa nokkuð gott vald á skrifaðri og talaðri ensku.
Aðstoðin er óformleg og fer þannig fram að hver sjálfboðaliði hittir einn nema á þeim tíma og stað sem báðum hentar.
Áhugasamir hafi samband við Tumi í síma 5450-407 eða Tumi @redcross.is
Kaffihúsakvöld hjá Fjölbrautarskólanum við Ármúla til styrktar götubörnum í Mósambík
![]() |
Nemendur bökuðu og fengu kökur og vínarbrauð frá bakaríum í nágrenni skólans sem var selt til styrktar götubörnum í Mósambík. |
Meira en hundrað nemendur ásamt vinum og kunningjum mættu á kaffihúsakvöld Fjölbrautarskólans við Ármúla fimmtudaginn 4. nóvember. Skemmtunin var haldin í húsakynnum skólans og rennur allur ágóði af henni í verkefni Rauða krossins til styrktar götubörnum í Mósambík.
Sendifulltrúar kynna Rauða krossinn í skólum
![]() |
Hlín Baldvinsdóttir talar við nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri |
Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi gerði víðreist um norðurlandið í október. Hún byrjaði á að heimsækja Framhaldsskólann á Húsavík og hitti þar fyrir nemendur í nokkrum bekkjardeildum og einnig nemendur sem eru í skyndihjálparhópi innan skólans. Hún nýtti daginn sérstaklega vel því um kvöldið hitti hún stjórnarmenn Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Næsta dag fór hún í Verkmenntaskólann á Akureyri og hitti þar fyrir nemendur í sal skólans. Kvöldið notaði hún eins og fyrri daginn og hitti fyrir stjórnarmenn Akureyrardeildar Rauða krossins.
Genfarsamningarnir á íslensku á vef Rauða krossins

Genfarsamningunum kristallast hugmyndin um að jafnvel stríð sé takmörkunum háð. Samningarnir vernda þá sem ekki taka þátt í ófriði, eða hafa lagt niður vopn, og reisa skorður við því valdi sem stríðsaðilar geta beitt.
Opnun Hússins Egilsstöðum
![]() |
Við opnun Hússins mætti fjölmenni gesta og listamanna. |
Deildir innan Rauða kross Íslands hafa komið að stofnun og uppbyggingu ungmennahúsa víða um land undanfarin ár og er þetta hús kærkomin viðbót.
Tæplega 30 milljónir króna söfnuðust þegar Íslendingar gengu til góðs
Alls söfnuðust tæplega 30 milljónir króna í landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, til aðstoðar stríðshrjáðum börnum. Söfnunin fór fram með því að á þriðja þúsund sjálfboðaliða gekk með bauka í hús síðastliðinn laugardag.
Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til verkefna til stuðnings börnum á stríðssvæðum, einkum í Sierra Leone og í Palestínu. Í Sierra Leone fá yngstu fórnarlömb harðvítugrar borgarastyrjaldar, sem nú er yfirstaðin, aðstoð við endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu. Í Palestínu verður börnum veittur sálrænn stuðningur til að þau geti betur tekist á við þær erfiðu kringumstæður sem þau búa við.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins mættu miklum velvilja meðal landsmanna. Fjöldi fyrirtækja, íþróttafélaga og ýmissa hópa tók þátt í göngunni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var verndari söfnunarinnar.
Rauði krossinn kann öllum þeim sem tóku þátt í átakinu bestu þakkir.
Svona göngum við til góðs
hér og velur þér um leið söfnunarstöð í hverfinu eða því sveitarfélagi þar sem þú ætlar að ganga.
Söfnunarstöðvar verða opnar milli kl. 10 og 18 á laugardag. Við leggjum til að þú mætir snemma. Á söfnunarstöðinni færðu afhentan bauk, húfu og annað sem til þarf. Taktu endilega með þér börn, foreldra eða aðra ættingja og vini. Þetta verður skemmtilegt!
2.500 sjálfboðaliðar óskast!
Á fundinum í dag minnti Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á að tvær milljónir barna hefðu látið lífið í stríðsátökum á síðastliðnum tíu árum og að áður en dagurinn liði væri líklegt að 25 börn hefðu stigið á jarðsprengju. Mikil þörf væri á aðstoð við yngstu fórnarlömb stríðs.
Samstarfsverkefni Kvennaathvarfsins og Urkí
Sjálfboðaliðar munu koma á laugardögum í vetur og gera eitthvað skemmtilegt með börnum sem dvelja í athvarfinu eða hafa dvalið þar. Markmiðið er að létta börnum dvölina í athvarfinu með markvissu félagsstarfi og sömuleiðis létta undir með mæðrunum.
Verkefnið er unnið í samvinnu við félagsráðgjöf við Háskóla Íslands undir handleiðslu Steinunnar Hrafnsdóttur og mun stór hluti sjálfboðaliðanna koma þaðan en sjálfboðastarfið er hluti af námi fólks við deildina.
Rætt um börn í stríði á alþjóðlegum sumarbúðum á Snæfellsnesi
Rauða kross strákurinn Hjálpfús heimsækir leikskólana
![]() |
Kamilla Ingibergsdóttir framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins afhendir Elísabetu Eyjólfsdóttur leikskólastjóra námsefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann." |
Námsefnið inniheldur litla brúðu og kennsluefni fyrir sex sögustundir. Rauða kross strákurinn Hjálpfús er í formi fingurbrúðu sem leikskólakennarar geta notað til að leiða börnin í gegnum námsefnið.
„Þetta efni er eins og sniðið að stefnu okkar í leikskólanum Álfaheiði," sagði Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri þegar fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins afhentu henni námsefnið. „Við leggjum mikla áherslu á lífsmennt, sem byggir á nokkrum grundvallargildum eins og friði, virðingu og umburðarlyndi."
Gestir frá vinadeild í Eistlandi
![]() |
Settur var upp „vináttulandsleikur" í skyndihjálp. |
Paldiski er lítill bær rétt fyrir utan Tallin í Eistlandi. Deildirnar hafa átt í vinadeildasamstarfi síðastliðin tvö ár og hafa skipst á heimsóknum og ýmsum gagnlegum upplýsingum.
Ungmennin sem hér eru stödd munu kynna sér starfsemi hreyfingarinnar hér á landi og fá fræðslu um margvísleg málefni eins og mögulegar fjáröflunarleiðir Rauða krossins, starfsemi Alþjóðahússins, uppbyggingu ungmennahreyfingar Rauða krossins og fleira.
Rauði kross Haiti tekur þátt í „fótbolta fyrir friði.”
![]() |
Áhorfendur fagna í leik Haiti og Brasilíu. |
Það skipti ekki máli þó að geta liðanna væri ólík. Áhorfendur fögnuðu alveg jafn ákaft þegar heimsmeistararnir skoruðu og þegar hetjurnar heima fyrir náðu skoti á markið. Þó að lokastaðan hafi verið 6-0 fyrir Brasilíu fannst öllum þeir vera sigurvegarar. Þeir þúsundir áhorfenda sem voru á vellinum fundu fyrir miklu stolti yfir því að stórstjörnur Brasilíu hefðu samþykkt að heimsækja þá og spila fótbolta í þessu litla, hrjáða landi, sem nýlega hafði verið vettvangur borgaralegra átaka og mikilla flóða.
Alþjóðlegar sumarbúðir 2004
![]() |
Alþjóðlegar sumarbúðir eru haldnar annað hvert ár. Þarna sjást þátttakendur sumarbúðanna árið 2002. |
Sumarbúðirnar verða að þessu sinni haldnar að Snorrastöðum á Snæfellsnesi þar sem gist verður í sumarbústöðum.
Aðal þema sumarbúðanna verður Börn í stríði og munu erlendu þátttakendurnir segja okkur frá því sem er að gerast í heimalandi sínu sem tengist viðfangsefninu. Unnið verður í hópum að ýmsum málefnum sem varða börn í stríði og munu þátttakendur kynna niðurstöður sínar m.a. í fjölmiðlum hérlendis og í heimalöndum. Samhliða hópavinnunni verður ýmis konar útivist og félagslíf.
Stórslys í Alpafjöllunum - evrópukeppni í skyndihjálp

Keppnisdagurinn sjálfur var langur og strangur en umfram allt stórskemmtilegur. Keppnin fer þannig fram að sviðsett eru mismunandi slys og óhöpp, til dæmis bílslys, bankarán, drukknun í sundlaug og svo framvegis. Til að gera langa sögu stutta hlaut íslenska liðið 78% stiganna og endaði í 24. sæti af 26. Árangurinn er kannski ekki til að hrópa húrra fyrir en við erum reynslunni ríkari og þegar farin að undirbúa þjálfun næsta liðs. Sigurvegarinn þetta árið var liðið frá Armeníu sem þótti tíðindum sæta.
Ungliðahreyfing Skagafjarðardeildar tók þátt í Hafnardegi á Sauðárkróki

Allur ágóði sem fékkst við þessa sölu mun renna til mannúðarmála Rauða krossins.
BUSLarar í Sommarsol
Mánudaginn 28. júní síðastliðinn lögðu fimmtán BUSLarar (Besta Unglingastarf Sjálfsbjargar) af stað til Sommarsol á Vejbystrand í Suður Svíþjóð ásamt níu leiðbeinendum.
Mikill undirbúningur hefur verið fyrir ferðina og ýmislegt gert til þess að safna fé. Markmið ferðarinnar er meðal annars að víkka sjóndeildarhring unglinganna og hvetja þau til þess að vera óhrædd að takast á við hið óþekkta í framtíðinni. Ýmislegt skemmtilegt var á dagskrá í ferðinni. Hópurinn hefur sett fréttir frá ferðinni á heimasíðuna http://busl.vortex.is þar sem finna má ýmislegt um þessa skemmtilegu ferð. Hópurinn kom heim 4. júlí síðastliðinn.
Myndasýning
Námskeiðin Mannúð og Menning haldin á höfuðborgarsvæðinu
![]() |
Þátttakendur á námskeiðinu Mannúð og Menning með leiðbeinendunum Susan Martin og Hildi Tryggvadóttur Flóvenz. |
Dagskrá námskeiðsins, sem er vikulangt, er fjölbreytt blanda af fræðslu og leik sem stuðla á að auknum þroska þeirra í samskiptum við aðra. Sérstök áhersla er lögð á að útskýra og túlka tilgang og markmið í starfi Rauða kross hreyfingarinnar þannig að börnin geti tileinkað sér þau gildi sem felast í mannúðarhugsjóninni. Með öðrum orðum erum við að benda krökkunum á að allt starf Rauða krossins byggist fyrst og fremst á sameiginlegum eiginleika sem allir menn búa yfir, sem er góðmennska eða kærleikur.
Sjálfboðaliða vantar á sumarbúðirnar að Löngumýri í Skagafirði 24.júlí nk.
Þennan dag stendur til að fara í gönguferð á Gvendarskál fyrir ofan Hóla í Hjaltadal. Sumarbúðirnar eiga þar til gerðan sérsmíðaðan stól sem hægt er að bera í þá sem ekki komast af sjálfdáðum upp á fjallið. Því vantar sjálfboðaliða til að bera stólinn upp.
Reiknað er með 4 tímum í gönguna frá kl. 11 til 15 þannig að gott væri að sjálfboðaliðar hefðu nesti með sér en síðan er boðið upp á miðdegiskaffi að Löngumýri um kl. 16 og sund fyrir þá sem vilja í Varmahlíð og svo kvöldmat á eftir að Löngumýri. Eitthvað pláss er inni í svefnpokaplássi og svo er hægt að tjalda í garðinum. Þá væri hægt að taka þátt í kvöldvöku sumarbúðanna en þær eru hin besta skemmtun.
SAMAN-hópurinn kynnir niðurstöður könnunar á viðhorfum foreldra
![]() |
SAMAN-hópurinn stóð að gerð sjónvarpsauglýsinga „Setjum okkur í spor annars". |
Árið 2003 gerði Rannsóknir og greining ehf., könnun á vímuefnaneyslu nemenda í 8. ,9. og 10. bekk. Athyglisvert er að bera þessar kannanir saman. Um 20% foreldra barna í 10. bekk vissu að barn þeirra hefði drukkið áfengi, hins vegar sögðust 75% nemenda í 10. bekk árið 2003 hafa smakkað áfengi, þar af sögðust tæp 54% hafa orðið drukkin. Ljóst er að þrátt fyrir að foreldrar telji sig fylgjast vel með börnum sínum og hafi ákveðnar reglur og ramma í uppeldinu kemur í ljós að misræmis gætir milli hugmynda foreldra um neyslu unglinganna og þeirra svara sem unglingarnir gefa um eigin neyslu.
Fræðsla fyrir nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur
![]() |
Krakkar frá Hvassaleitisskóla, Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla með leiðbeinendum Vinnuskólans og Bóasi og Sigríði Víðis. |
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Geðrækt gerðu samning við Vinnuskóla Reykjavíkur um að bjóða 15 ára nemendum Vinnuskólans uppá fræðsludag og koma á milli 15 og 25 nemendur á hverjum degi dag hvern frá 14 júní og út júlí.
Mannúð og menning, námskeið haldið í Austurbyggð
![]() |
Kennslustund fór fram utandyra í blíðunni. |
Á námskeiðinu var lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræddust um starf Rauða krossins, allt frá Henri Dunant til dagsins í dag, grundvallarmarkmið RKÍ, hvað þau þýddu og hvernig við gætum nýtt okkur þau í daglegu lífi. Miklar og líflegar umræður spruttu út frá þeim umræðum. Rætt var um Genfarsáttmálann, markmið hans og hvort verið gæti að hann væri brotinn í dag. Voru allir sammála um að það væri raunin, og fannst sorglegt.
Landsfundur Urkí
Landsfundur Urkí verður haldin í Efstaleiti 9 næstkomandi laugardag (19. júní) klukkan 13:00.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Farið yfir starf síðasta árs
2. Starfsreglur yfirfarnar
3. Kosningar/val í stjórn Urkí næsta árs
4. Önnur mál
Stjórn Urkí fundar á 6-8 viknafresti - yfirleitt í Reykjavík.
Allir velkomnir
Annríki hjá Skyndihjálparhóp
