2.500 sjálfboðaliðar óskast!
Á fundinum í dag minnti Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á að tvær milljónir barna hefðu látið lífið í stríðsátökum á síðastliðnum tíu árum og að áður en dagurinn liði væri líklegt að 25 börn hefðu stigið á jarðsprengju. Mikil þörf væri á aðstoð við yngstu fórnarlömb stríðs.
Samstarfsverkefni Kvennaathvarfsins og Urkí
Sjálfboðaliðar munu koma á laugardögum í vetur og gera eitthvað skemmtilegt með börnum sem dvelja í athvarfinu eða hafa dvalið þar. Markmiðið er að létta börnum dvölina í athvarfinu með markvissu félagsstarfi og sömuleiðis létta undir með mæðrunum.
Verkefnið er unnið í samvinnu við félagsráðgjöf við Háskóla Íslands undir handleiðslu Steinunnar Hrafnsdóttur og mun stór hluti sjálfboðaliðanna koma þaðan en sjálfboðastarfið er hluti af námi fólks við deildina.
Rætt um börn í stríði á alþjóðlegum sumarbúðum á Snæfellsnesi
Rauða kross strákurinn Hjálpfús heimsækir leikskólana
![]() |
Kamilla Ingibergsdóttir framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins afhendir Elísabetu Eyjólfsdóttur leikskólastjóra námsefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann." |
Námsefnið inniheldur litla brúðu og kennsluefni fyrir sex sögustundir. Rauða kross strákurinn Hjálpfús er í formi fingurbrúðu sem leikskólakennarar geta notað til að leiða börnin í gegnum námsefnið.
„Þetta efni er eins og sniðið að stefnu okkar í leikskólanum Álfaheiði," sagði Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri þegar fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins afhentu henni námsefnið. „Við leggjum mikla áherslu á lífsmennt, sem byggir á nokkrum grundvallargildum eins og friði, virðingu og umburðarlyndi."