Genfarsamningarnir á íslensku á vef Rauða krossins

Genfarsamningunum kristallast hugmyndin um að jafnvel stríð sé takmörkunum háð. Samningarnir vernda þá sem ekki taka þátt í ófriði, eða hafa lagt niður vopn, og reisa skorður við því valdi sem stríðsaðilar geta beitt.
Opnun Hússins Egilsstöðum
![]() |
Við opnun Hússins mætti fjölmenni gesta og listamanna. |
Deildir innan Rauða kross Íslands hafa komið að stofnun og uppbyggingu ungmennahúsa víða um land undanfarin ár og er þetta hús kærkomin viðbót.
Tæplega 30 milljónir króna söfnuðust þegar Íslendingar gengu til góðs
Alls söfnuðust tæplega 30 milljónir króna í landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs, til aðstoðar stríðshrjáðum börnum. Söfnunin fór fram með því að á þriðja þúsund sjálfboðaliða gekk með bauka í hús síðastliðinn laugardag.
Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til verkefna til stuðnings börnum á stríðssvæðum, einkum í Sierra Leone og í Palestínu. Í Sierra Leone fá yngstu fórnarlömb harðvítugrar borgarastyrjaldar, sem nú er yfirstaðin, aðstoð við endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu. Í Palestínu verður börnum veittur sálrænn stuðningur til að þau geti betur tekist á við þær erfiðu kringumstæður sem þau búa við.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins mættu miklum velvilja meðal landsmanna. Fjöldi fyrirtækja, íþróttafélaga og ýmissa hópa tók þátt í göngunni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var verndari söfnunarinnar.
Rauði krossinn kann öllum þeim sem tóku þátt í átakinu bestu þakkir.
Svona göngum við til góðs
hér og velur þér um leið söfnunarstöð í hverfinu eða því sveitarfélagi þar sem þú ætlar að ganga.
Söfnunarstöðvar verða opnar milli kl. 10 og 18 á laugardag. Við leggjum til að þú mætir snemma. Á söfnunarstöðinni færðu afhentan bauk, húfu og annað sem til þarf. Taktu endilega með þér börn, foreldra eða aðra ættingja og vini. Þetta verður skemmtilegt!