Á flótta
![]() |
Ljósmynd: Birgir Freyr
|
Leikurinn er einkum ætlaður unglingum á aldrinum 13-16 ára og þurfa þátttakendur að ganga í gegnum ýmsar dæmigerðar eldraunir sem flóttamenn mega þola. Leiðbeinendur í leiknum eru sjálfboðaliðar í Ungmennahreyfingu Rauða krossins.
Með því að upplifa þessar aðstæður á eigin skinni eykst umburðarlyndi þátttakenda og skilningur á aðstæðum flóttamanna.
Eftir leikinn var svo haldið námskeið fyrir nýja leiðbeinendur. Kennari var Mikael Schollert einn af forsprökkum leiksins í Danmörku sem hingað var kominn til að kenna námskeiðið.
Átján nýjir leiðbeinendur voru á námskeiðinu og komu margir þeirra utan af landi fyrir milligöngu landsfélags Rauða krossins.
Sumarbúðir í Þýskalandi
Tveimur Ungmennum (16 til 27 ára) gefst kostur á að fá 25 þúsund króna styrk til að fara á eftirfarandi Rauða kross sumarbúðir í Munchen í Þýskalandi, dagana 21. til 29. maí 2005. Þema búðanna er "media og communication: qualify yourself". Gæti hentað þeim sem hafa áhuga á að vinna meira í heimasíðu URKÍ.
Áhugasamir hafi samband við Sólveigu (5704035), í síðasta lagi föstudaginn 25. febrúar.