29. mar. 2005 : Árshátíð Urkí-R var mjög vel heppnuð

Árshátíð URKÍ-R var haldin miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn á Póstbarnum. Gleðin byrjaði klukkan 19:00 og matur borin fram klukkan átta.

Við fengum alveg rosa góðan mat, sjávarréttarsúpu í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og súkkulaðiköku í forrétt. Þema árshátíðarinnar var Mulin Ruge, og voru sumir greinilega búnir að stúdera myndina betur en aðrir. Nonni var Cristian sem er aðal karlpersónan í myndinni og hún Unnur var Satine sem er aðal kvenpersónan. Þau voru rosa flott. Eins var Inga Birna í rosa búning og sló öllum við. 

Á meðan við vorum að borða var Mulin Ruge myndinni varpað á vegg og var það mjög flott og tónlistin úr myndinni spiluð. Salurinn var magnaður, rauðleitur og djarfur eins og myndin er.