31. maí 2005 : Fréttir af ECM fundi

Dagana 12. til 17. maí stóð Evrópufundur Ungmennahreyfinga Rauða krossins og Rauða hálfmánans yfir. Þar komu saman 42 landsfélög, 40 innan Evrópu og einnig Ástralía og Filippseyjar. 

Ég fór á fundin sem fulltrúi ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands og var svo heppin að þetta er í þriðja sinn sem ég fer á slíkan fund. Þetta eru þrælskemmtilegir fundir.

Að þessu sinni fór ég ein svo ég lagði extra mikið á mig til þess að kynnast fólki og spjalla við sem flesta. Það er auðvitað samt alltaf mikill styrkur af hinum Norðulöndunum. Ef maður er eitthvað týndur þá finnur maður bara næsta mann frá Norðulöndunum, svo það er ekki eins og maður sé einn.

21. maí 2005 : Nýr formaður Ungmennahreyfingarinnar

Ingibjörg Halldórsdóttir nýkjörinn formaður Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands hlakkar til að takast á við formannshlutverkið.

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands fór fram í gærkvöldi þar sem fram fór kosning nýs formanns og annarra stjórnarmanna til eins árs. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns undanfarin tvö ár hætti sem formaður og var Ingibjörg Halldórsdóttir kjörin í hennar stað. Ingibjörg hefur setið í fulltrúaráði undanfarin fimm ár og sinnt störfum í þágu félagsins m.a. á Akranesi þar sem hún býr. „Ég hlakka til að takast á við þetta mikilvæga hlutverk sem formaður Ungmennahreyfingar Rauða krossins. Það hefur alltaf heillað mig að vinna með ungu fólki að verðugum málefnum og því verður gaman að takast á við þetta,” segir Ingibjörg nýkjörinn formaður.

Nýja stjórn Ungmennahreyfingarinnar skipa Ingibjörg Halldórsdóttir formaður, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Brynjar Már Brynjólfsson, Jens Ívar Albertsson, Nanna Halldóra Imsland, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Atli Örn Gunnarsson.

4. maí 2005 : Landsfundur Urkí

Aðalfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudagskvöldið 20 maí að Efstaleiti 9, þar sem Landsskrifstofa Rauða kross Íslands er til húsa.

Mun fundurinn hefjast klukkan 20:00.

Dagskrá Landsfundar er eftir 6. grein starfsreglna.

1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.   Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3.   Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til umræðu og ákvörðunar.
4.   Breytingar á starfsreglum.
5.   Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6.   Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs samkvæmt 7.gr.
7.   Önnur mál.

Ég hvet alla til að mæta.Og bjóða sig fram, það er gaman að geta tekið þátt í ákvöðrunartökum sem snertir Ungmennastarf á landsvísu.

Hlakka til að sjá ykkur
Kv.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Formaður Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.