6. júl. 2005 : Saga Taslimah

Taslimah (fyrir miðju) er ein af mörgum ungum sjálfboðaliðum indverska Rauða krossins sem ýtti vandmálum sínum til hliðar og hjálpaði öðrum eftir flóðbylgjuna í desember 2004.
Ég heiti Taslimah, en vinir mínir kalla mig Tata. Ég er fædd 9. mars 1985 í Lhok Nga, Aceh Besar, Indónesíu. Ég er sjötta í röðinni af sjö systkinum og bý með þremur systkina minna, móður minni og föður, sem er sextugur og hættur að vinna. Þetta er mín saga.

Það vissu ekki margir áður fyrr hvernig mitt fólk, Aceh-búar, var. Við skulum orða það þannig að vegna erfiðra aðstæðna í landi okkar erum við vön því að bregðast við hættulegum aðstæðum. Ef við heyrum skothvell leggjumst við strax niður. Hverfið okkar er nálægt ströndinni og litlir jarðskjálftar eru tíðir. Við bregðumst einnig skjótt við jarðskjálftum og tökum þeim sem eðlilegum fylgifiski þess að búa nálægt ströndinni.

Sólin skein í heiði þennan sunnudagsmorgun, 26. desember 2004. Frábært veður fyrir lautarferð á ströndinni. Ég ætlaði að heimsækja vin minn. En fyrst gerði ég mín vanalegu húsverk á sunnudagsmorgnum frá 6:30 til 10. Þá geri ég alltaf hreint í húsinu, þvæ föt og hjálpa mömmu og systur minni við að elda matinn.