31. ágú. 2005 : Heimsþorpin

Tumi ásam Bubacarr Kalleh, sem er ofursjálfboðaliði, ásamt krökkum á förnum vegi.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og gambíski Rauði krossinn hafa nýverið stofnað til viandeildasamstarfs. Einn hluti þess samstarfs er ungmennaskipti á milli landanna.

Gambía er lítið land á vesturströnd Afríku. Íbúafjöldinn þar er tæplega ein og hálf milljón manna sem flestir aðhyllast trúarbrögð islam. Landið er fátækt en friðsælt og íbúar lifa aðallega á ferðaiðnaði og jarðhneturækt.

18. ágú. 2005 : Starfsreglur á vefnum

Starfsreglur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands dagsettar 28. janúar 2005 eru komnar á vefinn undir síðuna Um Urkí.

/urki/um_urki/starfsreglur/

12. ágú. 2005 : Rauði krossinn á skátamóti

Það var svona í heitara lagi fyrir Ísland þegar ég beygði inn á Hafravatnsafleggjarann um hálf tvöleytið. Ég geispaði, opnaði gluggann og reyndi að einbeita mér að akstrinum. ,,Agalega er heitt” hugsaði ég með mér og kveikti líka á miðstöðinni. Ég brunaði áfram eftir veginum en ferðinni var heitið á Úlfljótsvatn. Ég hafði tekið það að mér snemma í sumar að vera með verkefni frá Rauða krossinum á alþjóðlegu skátamóti á Úlfljótsvatni. Ég vissi svo sem ekki við hverju var að búast. Ég hafði aldrei áður farið á skátamót, þekkti lítið til starfsemi skátanna og vissi þess vegna ekkert hvað ég var í raun að fara út í. Ég hafði fengið leiðbeiningar um hvert ég ætti að fara þegar ég kæmi á svæðið. ,,Þú ferð bara að hvítu húsunum og þar fyrir neðan er blátt og hvítt tjald sem þú fer í, þar er Alþjóðaþorpið, þú verður þar” sagði kona við mig í símann sem ég var í sambandi við. Ég sá hvítu húsin þegar ég kom en ég sá líka nokkur blá og hvít tjöld! Eftir að vera búin að kíkja í eitt vitlaust blátt og hvít tjald fann ég Alþjóðaþorpið og hið rétta hvíta og bláa tjald. Þar tók á móti mér yndislega kona sem leiddi mig í allan sannleikann um skátamótið, hvað væru margir á staðnum, hvernig dagskráin væri og hvert mitt hlutverk væri á mótinu.

12. ágú. 2005 : Rauði krossinn á skátamóti

Hildur er virkur sjálfboðaliði hjá Ungmennahreyfingu Rauða krossins.