31. okt. 2005 : Námskeið í skyndihjálp fyrir ungt fólk á Vestfjörðum.

Rauða Kross deildirnar á Vestfjörðum bjóða ungmennum frá 16 ára aldri á námskeið í almennri skyndihjálp þann 20.-22. nóvember n.k.  Farið verður yfir grunnatriði skyndihjálpar sem vissulega er nauðsynlegt fyrir alla að læra. Námskeiðið mun fara fram í Gamla Apótekinu, upplýsinga og menningarmiðstöð ungs fólks, sem Rauða Kross deildirnar á n. verðum vestfjörðum tóku dyggilega þátt í að koma því á laggirnar árið 2000. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram í síma 456-5700

12. okt. 2005 : Krakkar á Húsavík voru ,,Á flótta"

Krakkarnir voru í hlutverki flóttamanna í einn sólarhring.
Fjörutíu unglingar á Húsavík tóku þátt í „Á flótta" leiknum um sl. helgi í tengslum við Ungmennahúsið Tún á Húsavík og Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands.

Á flótta er hlutverkaleikur þar sem unglingar eru í hlutverki flóttamanna í einn sólarhring og fá að reyna á eigin skinni ýmsar dæmigerðar aðstæður sem flóttamenn lenda í. Leiðbeinendur, sem allir hafa sótt þartilgerð námskeið, eru í hlutverkum landamæravarða, lögreglu og þar fram eftir götunum.

10. okt. 2005 : Aðalfundur Urkí-R

Aðalfundur Urkí í Reykjavík var haldinn í síðustu viku.

Starfsemi Urkí-R var með hefðbundnu sniði síðasta starfsár og flest verkefnin gengu vel.

Stjórn Urkí-R starfsárið 2005-2006 er skipuð...