24. nóv. 2005 : Fyrirlestur um óformlega menntun og þátttöku ungs fólks í samfélaginu

Dr. Howard Williamson flytur fyrirlestur um  óformlega menntun og þátttöku ungs fólks í  samfélaginu í Háskólanum í Reykjavík, stofu 101, mánudaginn 28. nóvember nk. kl. 13:15.

Fyrirlesturinn  er í boði menntamálaráðuneytisins og Háskólans í Reykjavík.

24. nóv. 2005 : Afmælishátíðin í Kringlunni

Laugardaginn 19. nóvember hélt Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands upp á 20 ára afmæli sitt. Var þetta tækifæri einnig nýtt til að kynna URKÍ fyrir almenningi í Kringlunni.

Var okkur einstaklega vel tekið og margir stoppuðu við til að spjalla og fræðast um verkefnin okkar. Meðal þess sem kynnt var voru skyndihjálparhópur sem slysafarðaði meðlim úr stjórn URKÍ, verkefnið ,,á flótta” og Vin. Við dreifðum nýju eintaki af Plús C en í því er umfjöllun um sögu URKÍ og þau verkefni sem við erum að vinna að. Þá gáfum við líka smakk af afmælisköku og dró það marga að.

23. nóv. 2005 : Afmælishátíð URKÍ, samantekt

 Afmæli URKÍ síðast liðin laugardag gekk í alla staði mjög vel.

Kynningin í Kringlunni gekk vonum framar og eru allir ánægðir með hana. Kynningin stóð í þrjá tíma og nánast allan þann tíma voru förðunarsnillingarnir Jón og Viddi að slysafarða þann sem þetta skrifar og var ég nú bara orðinn nokkuð hrikalegur þegar þeir fengust loksins til þess að hætta og fara að gera að „sárum“ mínum. Margir stoppuðu til þess að fylgjast með þó svo að færri vildu hjálpa til við að hlúa að sárunum. Mátti heyra setningar á borð við: „Þetta er ógeðslegt,“ „Æ hvað kom fyrir,“ „Hann hefur meitt sig þessi“ og „Að sjá þennan viðbjóð svona rétt fyrir jól.“

Margir kynntu sér hlutverkaleikinn ‘Á flótta’ og Athvarfið Vin og til þess að rabba um ungmennahreyfinguna við þá sem þarna voru.
Sumir komu bara til að fá köku eða blöðru og fengu þá að vita hverjir væru þar á ferðinni og hvert tilefnið væri.

Sjálfboðaliðarnir sem voru í básnum voru duglegir að dreifa eintökum af nýja PlúsC...

23. nóv. 2005 : Rauði krossinn á Friðar og mannréttindaráðstefnu.

Síðastliðinn laugardag skrópaði ég í afmæli URKÍ og fór í staðin á ráðstefnu. 
Ráðstefna þessi bar yfirskriftina „Hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til mannréttinda og friðarmála á 21. öldinni sem einstaklingar?“. 


Ungmennahreyfingin var beðin um að vera með framsögu á þessari ráðstefnu og fór ég sem fulltrúi hennar.  Þetta var ágæt ráðstefna, eini gallin var sá að alla umræðu vantaði.  Ég fékk líka á tilfinninguna að ráðstefnan væri einhverskonar uppskeruhátíð vegna sýningarinnar sem hefur verið gangi í Ráðhúsinu síðastliðnar vikur.

 

Þegar ég var að skrifa ræðuna þá flaug sú hugsun í mig að Rauði krossinn ætti eignlega lítið erindi inná ráðstefnu um frið og mannréttindi.  Þar sem svona ráðstefnur eru oftast um hvað hægt sé að gera til að breyta ástandinu í dag. 
En þar sem ég kom sem fulltrúi Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands þá var það kannski ekkert svo stór mál.  En ég er viss um að ef Rauði krossinn myndi vera með framsögu um friðar og mannréttindamál í Bandaríkjunum eða í Palestínu þá væri það ekkert gaman mál...

21. nóv. 2005 : Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði

Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna.
Á laugardag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík. Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir. 

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.

19. nóv. 2005 : Ungmennahreyfing Rauða krossins á tímamótum

Tumi er forstöðumaður Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Unnur er formaður.

18. nóv. 2005 : Ungmennahreyfingin Rauða krossins 20 ára

 
Ingibjörg Halldórsdóttir formaður Ungmennahreyfinar Rauða kross Íslands.
Breytum heiminum
Þar sem ég sit við að skrifa þennan pistil verður mér hugsað til ástæðu þess að ég gekk í Rauða krossinn. Mig langaði til að breyta heiminum, svo einfalt var það. Ég áttaði mig þó fljótt á því að það væri varla á færi eins dropa í mannhafinu.

Ég er, líkt og svo margir af minni kynslóð, alin upp með sjónvarpinu sem svo oft kætir, en á líka til að græta. Hörmungar, sem birtast í fréttatímum og foreldrar geta ekki útskýrt fyrir börnum að séu bara þykjustu, snerta barnssálina. Í flestum þessum fréttum er einnig talað um hvað Rauði krossinn er að gera í málinu. Ég setti því fljótt samasemmerki á milli mannúðar og Rauða krossins og vissi að þeim samtökum vildi ég tilheyra.

Það kom mér þó skemmtilega á óvart þegar ég fór að taka þátt í starfi Ungmennahreyfingarinnar hve mikið og víðfeðmt starfið innanlands er. Hundruð sjálfboðaliða sem reyna allir að gera heiminn og landið að betri stað. Það fyllti mig stolti að geta sagst vera sjálfboðaliði í Rauða krossinum, þó að framlag mitt hafi verið fremur lítið. Ég lærði líka fljótt að því fylgir mikil vellíðan að geta gert eitthvað til að bæta líf annarra. Auk þess hef ég kynnst fjölmörgu frábæru fólki sem vinnur að sömu hugsjón.

16. nóv. 2005 : Afmæli Urkí

15. nóv. 2005 : Afmælishátíð

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands vill minna á afmælishátíð í tilefni 20 ára afmæli hreyfingarinnar, sem haldin verður næst komandi laugardag.

Hátíðin hefst klukkan 14 í Kringlunni. Þar verðar helstu verkefni hreyfingarinnar kynntar, sem og rifjuð verða upp önnur verkefni með myndböndum og gömlum myndum og plakötum og margt fleira spennandi.
...heyrst hefur að skyndihjálparhópurinn verði á staðnum... Langar þig ekki að sjá útlærða skyndihjálparspekúlanta slysafarða, sýna réttu handtökin við hjartahnoð og fleira slíkt?
Þá er tækifærið núna, komdu í Kringluna á laugardaginn milli klukkan 14 og 17.

Um kvöldið býður URKÍ núverandi og fyrrverandi sjálfboðaliðum til veislu í húsakynnum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands við Laugaveg (Sama húsi og KB Banki við Hlemm) og hefst hún klukkan 20 og mun standa fram eftir kvöldi. Kjörið tækifæri til að njóta góðra veitinga, syngja og skemmta sér í góðum félagsskap.
Allir sjálfboðaliðar hreyfingarinnar í gegnum tíðina eru hvattir til að mæta.

Taktu daginn frá!

Ungmennahreyfing Ruða kross Íslands,
     Mannúð - hlutleysi - sjálfstæði
                         í 20 ár.

4. nóv. 2005 : „Ég hef séð of mikið"

Þessi grein birtist í Tímariti Morgunblaðsins, 23.10.2005.
Sigríður Víðis er blaðamaður.   Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson
Myndirnar eru úr ljósmyndaverkefninu The Survival of the Human Being, sem unnið er í samvinnu við Gunnar Hersvein

3. nóv. 2005 : 20 ára afmæli URKÍ

Undirbúningshópur vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu hátíðar sem haldin verður í tilefni af 20 ára afmæli Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.
Hátíðin hefst í Kringlunni þann 19. nóvember, þar verður kynning á helstu verkefnum Ungmennahreyfingarinnar auk annarra uppákomna...

1. nóv. 2005 : Vinnufundur stjórnar

Hluti af stjórn URKÍ hittist á vinnufundi um síðustu helgi þar sem rædd voru m.a. niðurstöður ungmennateymis RKÍ, heimasíða URKÍ, hlutverk stjórnar og stefnumál. Niðurstaðan af fundinum var sú að stjórnin er sátt við þá vinnu sem ungmennateymið hefur verið að vinna og þær leiðir sem það telur að séu færar til þess að fjölga sjálfboðaliðum í hreyfingunni. Eins hyggst stjórnin ætla að einbeita sér að því næstu mánuðina að styrka starfið innanlands og vinna að leiðum til þess að aðstoða deildir við að koma á ungmennastarfi.