29. des. 2005 : Um áramót


Stjórn URKÍ sendir öllum sjálfboðaliðum og fjölskyldum þeirra bestur óskir um farsæld á komandi ári og þakkar vel unnin störf í þágu Rauða krossins á líðandi ári.
Jafnframt viljum við minna ykkur á að fara varlega með flugelda því eins og allir vita geta þeir verið mjög hættulegir ef ekki er rétt að öllu staðið.

Megið þið öll eiga gott og gleðilegt gamlárskvöld - söfnum góðum minningum saman.

Með áramóta kveðju,
Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.

28. des. 2005 : Hjálpum Pakistan

Munið söfnunarsíma Rauða krossins, hann er opinn núna.
Símanúmerið er 907 2020, ef hringt er í númerið færast 1000 krónur af símareikningi.

Einnig er hægt að ... 

23. des. 2005 : Gleðileg jól

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands vill óska öllum sjálfboðaliðum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.
Við þökkum fyrir óeigingjarnt starf sem ungt fólk á landinu öllu hefur unnið af hendi fyrir Rauða Kross Íslands á árinu.

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands

22. des. 2005 : Gleðilega hátíð

Stjórn URKÍ sendir öllum þeim sem hafa lagt okkur lið á liðnu ári kærar kveðjur með

ósk um gleðilega hátíð og þökk fyrir árið sem er að líða.                                                   

Við sjáumst svo á næsta ári, enn öflugri og hressari.                                                                                                                                                                          

 

20. des. 2005 : Rauði krossinn leggur Heilsugæslu Hornafjarðar lið


Þórgunnur Torfadóttir afhenti Ragnhildi Magnúsdóttur héraðslækni hálfa milljón króna fyrir hönd Hornafjarðardeildar Rauða krossins í gær.
Heilsugæslan á Höfn fór af stað með söfnun fyrr í haust og er stefnan að kaupa ný stafræn röntgentæki um leið og nægilegt fjármagn hefur safnast.  Að sögn héraðslæknis eru þau gömlu á síðasta snúningi, þau virka alls ekki alltaf þegar grípa á til þeirra og ómögulegt er að fá varahluti í þau.   Ný stafræn röntgentæki kosta...

12. des. 2005 : Ungt fólk framtíð Rauða krossins

Alls voru 65 fulltrúar ungliðahreyfinga viðstaddir ársþing Rauða krossins sem haldið var í Seoul í síðasta mánuði.
Þátttakendur frá ungliðahreyfingum landsfélaga Rauða krossins hafa aldrei verið fleiri en á ársþingi Alþjóða Rauða krossins sem haldið var í Seoul í Suður-Kóreu í síðasta mánuði.

Alls voru 65 fulltrúar ungliðahreyfinga viðstaddir þingið og ungir þingfulltrúar voru alls um 100. Framlag unga fólksins til þessa þings var því mikið, og það tók virkan þátt í pallborðsumræðum og vinnuhópum á þinginu.

Ungum fulltrúum á stórum fundum Rauða krossins fer fjölgandi. Á ársþinginu 2001 voru aðeins átta fulltrúar frá ungliðum.

5. des. 2005 : Dagur sjálfboðaliðans er í dag

 Á vegum Rauða kross Íslands starfa um 1100 sjálfboðaliðar í fjölbreyttum mannúðarverkefnum innanlands. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt starf sem er íslensku samfélagi afar dýrmætt.

Starf sjálfboðaliða er undirstaða starfsemi Rauða krossins um heim allan og er 5. desember alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Tvær deildir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurdeild og Kópavogsdeild, fagna degi sjálfboðaliðans með opnu húsi fyrir sína fjölmörgu sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðar og gestir þeirra eru hvattir til að mæta og eiga glaða stund saman.

5. des. 2005 : Rauði kristallinn

Alþjóðlegi Rauði krossinn vinnur nú að því ákvörðun um hvort eigi að taka upp þriðja táknið við hlið krossins og hálf-mánans.  Það væri Rauði kristallinn. Persónulega styð ég þetta framtak og ef ég væri allsráður myndi ég leggja niður krossinn og hálf-mánann og taka kristalinn upp í staðinn.  

Í dag þá fær hvert landssamtak að velja hvort merkið er nota.  Annað hvort kross eða hálfmána.  það hefur alltaf verið talað um að þessi merki tengist ekki trú, það er náttúrlega ekki rétt. 

Það þarf ekki að gera meira en að skoða hvaða lönd nota krossinn og hvaða lönd nota hálfmánann. Merkið fer eftir landstrú
.... 

1. des. 2005 : Rauði krossinn leggur ungu fólki lið


Súðavíkurdeild Rauða kross Íslands afhenti síðasta þriðjudag Félagsmiðstöð unglinga í Súðavíkurskóla veglega gjöf sem samanstendur af 32 tommu sjónvarpi með flatskjá og heimabíói. Gjöfin er ætluð sem stofnbúnaður fyrir félagsmiðstöðina. Það var Sigríður Hrönn Elíasdóttir, formaður súðavíkurdeildar sem afhenti Elísabet Margréti Jónsdóttur, forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar, gjöfina. 
Í gjafabréfi Rauða krossins segir að lokum: „Það er von okkar að gjöf þessi komi að góðum notum og að félagsstarfið haldi áfram að blómstra um ókomna framtíð.“