31. des. 2006 : Áramótakveðja

Stjórn URKÍ sendir sjálfboðaliðum, starfsfólki Rauða krossins sem og landmönnum öllum bestu áramótakveðjur.
Við þökkum samstarf á líðandi ári og vonum að komandi ár verði öllum gjöfult og giftusamt.

Að lokum er það von okkar að þið farið öll varlega með flugeldana. Sýnum aðgát og njótum til fulls þeirra tímamóta sem áramótin.

Bestu kveðjur,
stórn URKÍ.

23. des. 2006 : Jólakveðja

Stjórn URKÍ sendir sjálfboðaliðum, starfsfólki Rauða kross Íslands sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðiríka jólahátíð.

21. des. 2006 : Nýr vefur

Nú á dögunum var tekinn í notkun nýr vefur Rauða kross Íslands og þar undir nýr vefur Barna- og ungmennastarfs (URKÍ).
Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að koma inn auknu efni á vefinn, svosem fundargerðum, upplýsingum um stjórnarmenn og fleira.

Tengiliður URKÍ-stjórnar við vefinn er Gunnlaugur Br. Björnsson sem situr í stjórn URKÍ. Senda má efni á hann, netfangið hans er [email protected]

Það er von okkar í stjórninni að hinn nýi vefur muni leggjast vel í notendur vefsins og að þær upplýsingar sem hér eru að finna megi nýtast ykkur í leik og starfi.

28. nóv. 2006 : Framhaldsnámskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og unglingastarfi

Þann 18. nóvember síðastliðinn var haldinn annar hluti námskeiðs fyrir leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi. Þátttakendur voru 25 víðsvegar að af landinu.

Námskeiðið hófst á því að Eygló Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍTR, talaði um hlutverk leiðbeinenda í félagsstarfi, aga og hegðun. Konráð Kristjánsson kynnti Byggjum betra samfélag, hvað hefur verið gert og hvað væri framundan. Síðan var unnið í hópum. Hóparnir áttu að útskýra hvað felst í hugtökunum félagsleg einangrun, fordómum og mismunun og hvernig hægt væri að vinna með þessi hugtök undir Byggjum betra samfélag og tengt þetta verkefnum í barna- og ungmennastarfi.

24. nóv. 2006 : Ljósmyndasýning Eldhuga opnuð í BYKO

„Vinátta og virðing í Kópavogi“ er yfirskrift ljósmyndasýningar Eldhuga sem opnuð var í BYKO Breiddinni í gær. Ljósmyndir og hugsanir Eldhuga út frá hugtökunum vinátta, Kópavogur, íslenskt og útlenskt prýða anddyri verslunarinnar til áramóta.

Ljósmyndasýningin er afrakstur ljósmyndamaraþons sem Eldhugar þreyttu í haust. Markmiðið með ljósmyndamaraþoninu var að Eldhugar veltu fyrir sér einkennum vináttu, sérkennum síns heimabæjar og hvernig við flokkum oft og tíðum hluti og fólk á mjög staðlaðan hátt. Það var gagnlegt að komast að því að mörkin í slíkri flokkun eru, þegar betur er að gáð, ekki alltaf svo skýr.

3. nóv. 2006 : Fróðlegt erindi um Palestínu

Í gær fengu félagar í Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði (URKÍ-H) góðan gest. Var þar á ferð Amal Tamimi sem starfar sem fræðslufulltrúi í Alþjóðahúsinu. Tilefni heimsóknarinnar var að fræða URKÍ-H félaga um heimaland Amal, Palestínu, og líf barna og unglinga þar.

5. okt. 2006 : Leiðbeinendur í ungmennastarfi miðla reynslu sín á milli

Leiðbeinendanámskeið í barna- og ungmennastarfi Rauða krossins var haldið á dögunum. Þar hittust leiðbeinendur frá ýmsum deildum félagsins, sem þegar halda úti barna- og ungmennastarfi og þeir sem hyggja á starf. Hlýddu þeir á fræðslu um hlutverk leiðbeinandans og miðla þekkingu og reynslu deilda.

11. ágú. 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

Unglingar í félagsstarfi Rauða kross Íslands láta sig málin varða. Hafnarfjarðardeild tók þátt í Björtum dögum með móttökudeild Lækjarskóla í vor.
"Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag," segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

Hann bendir á að í mannúðarreglum félagsins segir að það standi fyrir gagnkvæman skilning, vináttu, samvinnu og varanlega frið meðal allra. Sífellt meiri þörf sé á þessum gildum í heiminum í dag og því sé nauðsynlegt að fjárfesta í framtíðinni.

11. ágú. 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

„Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag,” segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

31. júl. 2006 : James Cook leggur úr höfn

Ágústa, til vinstri og Lára með enskum skipsfélaga þeirra áður en þær lögðu úr höfn.
Föstudaginn 28. júlí lagði enska skólaskútan James Cook úr Hafnarfjarðarhöfn í átta daga ferð meðfram ströndum landsins. Meðal áhafnarmeðlima eru tvær stelpur úr Ungmennahreyfingu Rauða krossins, Lára Ágústsdóttir og Ágústa Aronsdóttir sem eru félagar í Kjósarsýsludeild. Eru þær fullar tilhlökkunar fyrir ferðalaginu.

Skútan er í eigu ensku samtakanna Ocean Youth Trust North og markmiðið með henni er að styrkja leiðtogahæfileika ungs fólks og þjálfa það í því að vinna í hópi. Auk þátttakenda frá Rauða krossi Íslands taka fulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þátt í þessu skemmtilega verkefni.

27. jún. 2006 : Fréttabréf LÆF

Þá er fréttabréf LÆF loksins komið út og fylgir hér í viðhengi.  Við hjá LÆF skorum á ykkur aðildarfélögin að senda okkur fréttir af ykkar starfi til birtingar í fréttabréfinu.  

Þá stendur líka til að fara að vinna í gangabanka um aðildarfélögin. Af þeim sökum hafði ég hugsað mér að fara í heimsóknir til aðildarfélaganna til þess að kynna okkur betur, hitt framkvæmdastjóra og vonandi stjórnar meðlimi, hlusta á það hvað fólki finnst um LÆF og hvað því finnst að LÆF ætti að einbeita sér að.  
 
Með kveðju 
Höskuldur

Fréttabréf LÆF

6. jún. 2006 : Líf og fjör á Björtum dögum

Krakkarnir í móttökudeild Lækjarskóla og Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði unnu saman að fræðslu um fordóma og mismunun.
Félagar í Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði, URKÍ-H, tóku á laugardaginn þátt í lista- og menningarhátíðinni Björtum dögum sem stendur yfir í Hafnarfjarðafirði þessa dagana.

Að deginum var opið hús í móttökudeild Lækjarskóla þar sem nemendur deildarinnar og félagar í URKÍ-H buðu uppá fjölbreytt skemmtiatriði. Krakkarnir sem fram komu voru á aldrinum 7-16 ára og unnu skemmtiatriðin sjálf. Meðal atriða voru dans, söngur og ljóðalestur. Í lokin sungu krakkarnir Meistara Jakob á móðurmáli sínu sem endaði í fjöldasöng á íslensku.

2. jún. 2006 : Sumarið er tíminn - áhættutími ?

Sumarið er tími bjartra sumarnátta og aukins frítíma ungs fólks og foreldra þeirra. Því miður fylgir sumrinu einnig aukin neysla áfengis- og annarra vímuefna meðal ungmenna. Of mörg ungmenni lenda í bílslysum, verða fyrir nauðgun eða taka þátt í kynlífi sem þau iðrast daginn eftir. Margt af þessu gerist þegar ungt fólk notar áfengi og verður varnarlaust vegna þess. Mikilvægt er að haft sé í huga að það er lögbrot að útvega ungmennum undir 20 ára áfengi.

Á þetta var lögð áhersla á blaðamannafundi sem SAMAN- hópurinn boðaði til í Grasagarðinum í gær.

31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Krakkarnir saman komnir á Þingvöllum.
Á uppstigningardag héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.

Eftir að allir höfðu verið sóttir lá leiðin á Þingvöll þar sem stoppað var við Hakið og útsýnið skoðað áður en gengið var niður Almannagjá. Frá Þingvöllum var haldið í Þrastarlund og slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu, farið í leiki og mikið hlegið. Eftir ánægjulega veru í Þrastarlundi var brunað á Stokkseyri þar sem krakkarnir skelltu sér í sund.

31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Á uppstigningadag, 25. maí, héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.
Sjá frétt.
 

29. maí 2006 : Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

Steinunn er lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, en staða hennar er kostuð af Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

Steinunn hefur sett upp og kennt ýmis námskeið sem taka fyrir sjálfboðin störf og stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Þá hefur hún  m.a. unnið að rannsóknum á gildi sjálfboðinna starfa fyrir samfélagið og skrifað fjölda greina í blöð og fræðirit um þessa málaflokka sem og að halda fjölmörg erindi innan háskólasamfélagsins, Rauða krossins og víðar. 

Meðfylgjandi grein birtist í Tímariti félagsráðgjafa 1. árg. 2006 sem kom út fyrir nokkrum dögum.

Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

20. maí 2006 : Ný stjórn URKÍ

Á aðalfundi URKÍ sem haldinn var föstudaginn 19. maí var kosið í nýja stjórn. Þeir Atli Örn Gunnarsson, Brynjar Már Brynjólfsson og Jens Ívar Albertsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Þeirra í stað koma þau Hildur Dagbjört Arnardóttir frá Ísafirði og Guðjón Ebbi Guðjónsson frá Sauðárkróki inn í stjórn. Eitt stjórnarsæti er enn óskipað og stefnt að því að halda auka aðalfund í haust til þess að fylla það sæti.

27. apr. 2006 : Ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk á vegum Goi friðarstofnunarinnar í Japan

Í tilefni alþjóðlegs áratugar Sameinuðu þjóðanna, sem tileinkaður er rétti barna til lífs án ofbeldis og  friðarmenningu, stendur Goi friðarstofnunin í Japan fyrir alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk í tveimur aldursflokkum undir þemanu: Learning to live together: promoting tolerance and diversity in globalized societies.

Aldursflokkurinn 15-25 ára
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar í aldursflokknum 15-25 ára er að koma fram með hugmynd að verkefni eða aðgerðum ungs fólks til að stuðla að því að fólk af mismunandi uppruna og menningu geti búið saman í sátt og samlyndi og þar með vegið upp á móti því hvernig fordómar og fáfræði, útilokun og mismunun og skortur á aðlögun útlendinga og innflytjenda í viðtökulandi getur orðið uppspretta mikilla vonbrigða og örvæntingar sem getur ýtt undir vítahring átaka á milli ungs fólks af mismunandi uppruna og menningu.

28. mar. 2006 : Unglingar berjast gegn fodómum og mismunun

Félagar í URKÍ-H máluðu myndir undir yfirskriftinni ,,Byggjum betra samfélag".
Síðastliðinn fimmtudag tóku félagar í ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði (URKÍ-H) sig til og hófu formlega þátttöku í átakinu ,,Byggjum betra samfélag". Krakkarnir skoðuðu hvað það er sem leiðir til fordóma og mismununar í íslensku samfélagi og hvað ungt fólk getur gert til að stuðla að betra samfélagi.

Krakkarnir túlkuðu viðfangsefnið á blaði og voru búnar til margar fallegar og áhugaverðar myndir. Allir þátttakendur voru sammála um að vinátta og skilningur milli ólíkra þjóðfélagshópa væri vænlegastur til að móta jákvætt samfélag. Þema myndanna fjallaði í flestum tilvikum um vináttu fólks af ólíku þjóðerni. Í apríl munu krakkarnir bjóða foreldrum sínum á litla sýningu á myndunum.

21. mar. 2006 : Skemmtileg heimsókn úr Grafarvogi

Hér má sjá hluta nemenda Foldaskóla sem heimsóttu Hafnarfjörðinn.
Um 80 hressir krakkar úr Foldaskóla í Grafarvogi heimsóttu Rauða krossinn í Hafnarfirði í síðustu viku. Voru þar á ferðinni 8. bekkingar sem voru að kynna sér starf Rauða krossins. Ferðin var liður í þemadögum sem nú standa yfir í skólanum.

Hver bekkur fékk þrjár kynningar um starfsemi Rauða krossins. Í Fataflokkunarstöðinni tók Örn Ragnarsson verkefnisstjóri á móti krökkunum og kynnti þeim það starf sem þar fer fram s.s. fataflokkun, fatasendingar til útlanda og fataúthlutun.

17. mar. 2006 : Styttist í næsta grunnnámskeið

Næsta grunnnámskeið verður haldið á landsskrifstofu Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 14. febrúar og 22. mars kl. 18–21.
Námskeiðið er ætlað nýjum sjálfboðaliðum eða fólki sem hefur hug á að kynna sér hjálpar- og félagsstarf Rauða krossins.
Farið er í upphaf og sögu hreyfingarinnar, grundvallarmarkmið, alþjóðleg mannúðarlög, stefnu Rauða kross Íslands og helstu áherslur í starfi félagsins innanlands og utan.

 

Grunnnámskeið Rauða krossins er 3 klst og er ókeypisSkráning og nánari upplýsingar: Svæðisskrifstofa Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu
í síma 565 2425 eða með tölvupósti á [email protected].

17. mar. 2006 : Hagkaup gefur föt

Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa og Örn Ragnarsson starfsmaður Fataflokkunarstöðvar Rauða krossins.

Hagkaup færði Rauða krossi Íslands 10 bretti af ónotuðum fatnaði að gjöf nýverið. Um er að ræða fatnað og skó, bæði á börn og fullorðna. Fatnaðurinn verður sendur til Malaví og Gambíu á næstu dögum.

„Gjöfin kemur í mjög góðar þarfir enda er fátækt mikil á þeim svæðum sem fötin eru send til. Margir eiga um sárt að binda vegna alnæmis og þurfa á aðstoð að halda. Svo er svalt haustið framundan í Malaví,” segir Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri fataflokkunar, sem tók við gjöfinni fyrir hönd Rauða kross Íslands.

16. mar. 2006 : Fjölsmiðjan heldur upp á fimm ára afmæli

Kristján Guðmundsson stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar.

Fjölsmiðjan, vinnusetur fyrir ungt fólk, fagnaði því í gær að fimm ár eru liðin síðan starfsemin hófst. Fjölsmiðjan er ætluð 16-24 ára ungmennum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að fóta sig á vinnumarkaði eða í skólakerfinu. Ætlunin er að þau fái þjálfun á þeim sviðum er hæfileikar og áhugi þeirra liggja.

Frá því starfsemin hófst hefur hún stækkað og þróast. Nú eru um 50 krakkar í þjálfun í einu í sjö deildum sem eru trésmíðadeild, bíladeild, hússtjórnardeild, pökkun, skrifstofu- og tölvudeild, rafmagnsdeild auk kennslu. Framundan er að stofna sjávarútvegsdeild þar sem stefnt er að því að gera út 150 tonna bát.

15. mar. 2006 : Fjöldahjálparstöð á Breiðdalsvík

Deild Rauða krossins á Breiðdalsvík brást við þegar kviknaði í frystihúsinu á staðnum í gærkvöldi. Rýmd voru fjórtán hús þar sem búa alls 23 einstaklingar. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og mættu þangað þeir aðilar sem ekki fóru til vina og ættingja.

Sex sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku þátt í aðgerðinni sem gekk vel því fólk var rólegt. Fólk mátti ekki fara heim fyrr en í dag og útvegaðir Rauða kross deildin þeim íbúum sem á þurftu að halda gistingu.

Rauði krossinn fékk hótelið að láni til að veita slökkviliðinu og öðru björgunarfólki veitingar.

14. mar. 2006 : Kynhegðun ungs fólks og kynlífsfræðsla

Rauði kross Íslands er einn af aðilum Náum áttum sem er samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Haldnir eru morgunverðarfundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Á fundi þann 15. febrúar var fjallað um kynhegðun ungs fólks og kynlífsfræðslu.

Á dagskrá voru fjölbreyttir fyrirlestrar:
• Unglingamóttakan - Hildur Kristjánsdótatir, verkefnastjóri unglingamóttöku
• Neyðarmóttakan - Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri Neyðarmóttöku vegna nauðgunar
• Ástráður - Félag læknanema – Ómar Sigurvin og Lilja Rut.
• Tölum saman – samskipti foreldra og unglinga um kynlíf - Guðbjörg Edda Hermannsdóttir / Dagbjörg Ásbjarnardóttir / Sigurlaug Hauksdóttir

14. mar. 2006 : Kynhegðun ungs fólks og kynlífsfræðsla

Náum áttum, samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál, stóð fyrir fundi um kynhegðun ungs fólks og kynlífsfræðslu. Helga Margrét tók saman niðurstöður fundarins.

9. mar. 2006 : Er lífið erfitt?

Átaksvika Hjálparsíma 1717 er að þessu sinni helguð málefnum barna og unglinga.
Tilgangur átaksvikunnar er m.a. að minna börn og unglinga á að 1717 er einnig ætlaður þeim, en Hjálparsíminn 1717 er nú ætlaður öllum aldurshópum. Einnig er ætlunin að vekja athygli á vandamálum sem börn og unglingar geta haft, benda á leiðir/úrræði og hvetja til umræðu.

8. mar. 2006 : Rauði krossinn vinnur að velferð kvenna víða um heim

Alþjóðlegur dagur kvenna 8. mars

Í fjölmörgum löndum heims búa konur við hvað kröppustu kjörin í þjóðfélaginu. Stríðsátök, sjúkdómar, hamfarir, fátækt og ofbeldi koma oft hvað harðast niður á þeim sem ekkert eiga undir í samfélaginu. Alþjóða Rauði krossinn hefur það að markmiði að aðstoða þá sem minnst mega sín og gerir því ýmislegt til að meta og mæta þörfum kvenna sem eiga undir högg að sækja.

Í Kongó aðstoðar Alþjóða Rauði krossinn fórnarlömb kynferðisofbeldis, í Pakistan er boðið upp á sérstaka umönnun fyrir mæður og börn á skjálftasvæðunum og í Yemen eru haldin námskeið fyrir kvenfanga til að auðvelda þeim að fóta sig í lífinu eftir að konurnar losna úr fangelsi.

7. mar. 2006 : Er lífið erfitt?

Átaksvika Hjálparsíma 1717 er að þessu sinni helguð málefnum barna og unglinga.

2. mar. 2006 : URKÍ-H félagar kynna sér fataflokkun

URKÍ-H félagar saman inní gámi.
Nú í kvöld skruppu félagar í ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði í heimsókn í fataflokkunarstöð Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu. Þar tók Örn Ragnarsson verkefnisstjóri fataflokkunar vel á móti þeim og kynnti starfsemina.

Í fataflokkunarstöðinni er tekið á móti öllum þeim fatnaði sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu og á síðasta ári barst stöðinni yfir 1.000 tonn af notuðum fatnaði. Fötin eru notuð í hjálparstarf innanlands, seld í Rauðakrossbúðunum, send til annara landsfélaga Rauða krossins og seld óflokkuð til flokkunarfyrirtækja í Evrópu. Allur ágóði verkefnisins rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.

24. feb. 2006 : Fjör í útgáfu vegabréfa URKÍ-H

Þau Anna María og Bjarni skemmtu sér vel í myndatöku fyrir vegabréf URKÍ-H
Í gærkvöldi var mikið fjör í Sjálfboðamiðstöðinni á Strandgötu er félagar í URKÍ-H undirbjuggu vegabréfaverkefni sem verður á dagskrá á næstunni. Allir sem mættir voru bjuggu sér til vegabréf með myndum og tilheyrandi. Vegabréfin á svo að nota þegar haldin verða sérstök þemakvöld tileinkuð ákveðnu landi.

Á þemakvöldi munu góðir gestir líta við og kynna krökkunum menningu og lífi í ákveðnu landi auk þess sem starf Rauða krossins og Rauða hálfmánans í hverju landi verður kynnt. Á hverju þemakvöldi eða vegabréfafundi fá viðstaddir fána landsins sem kynnt er í vegabréfið sitt.

22. feb. 2006 : Heimsókn í Rauða krossinn

Þrjár fréttasyrpur eftir nemendur skólans um heimsókn í Fataflokkunarstöð Rauða krossins. Tekið af heimasíðu skólans og birt með góðfúslegu leyfi.

Þriðjudaginn 14. febrúar s.l. fór H-14 í heimsókn í fataflokkunarstöð Rauða krossins. Svona vettvangsferðir eru lærdómsríkar.

Fáir geta ímyndað sér hvernig starfssemi Rauða krossins er fyrr en maður er kominn þangað og sér þetta með eigin augum. Hérna koma þrjár fréttir sem nemendur skrifuðu um heimsóknina þangað. 

16. feb. 2006 : Ungir innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur

Sjálfboðaliðarnir Helena og Freyja með Antoni og Irfan í ráðhúsinu.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands fóru á dögunum með unga innflytjendur í ratleik um miðbæ Reykjavíkur. Krakkarnir þurftu að finna Austurvöll, Arnarhól, útitaflið, Bæjarins bestu og svara spurningum á hverjum stað.

Á Austurvelli fannst 10 ára dömu ekki nóg að svara því hvaða dag Jón Sigurðsson ætti afmæli heldur bætti því við að hann væri fæddur 1811. Endastöðin hjá öllum var við stóra kortið af Íslandi í ráðhúsinu.

15. feb. 2006 : Opið hús í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á 112 daginn

Margir litu við hjá Rauða krossinum og fræddust um starf félagsins innan almannavarnakerfisins.
Þann 11. febrúar síðastliðinn fylktu allir helstu viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu liði í sameiginlegri kynningu á því umfangsmikla björgunar- og neyðarkerfi sem fer í gang þegar fólk í nauðum hringir í Neyðarlínuna 112.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu voru með tvo kynningarbása á sýningunni. Í öðrum þeirra gafst almenningi kostur á að kynnast nýjum staðli í endurlífgun ásamt því að prófa sjálfvirk hjartastuðtæki. Fjölmargir gestir notuðu tækifærið og reyndu kunnáttu sína í skyndihjálp á kennslubrúðum

7. feb. 2006 : Fræðslufundir „Náum áttum"

Rauði kross Íslands er einn af aðilum Náum áttum sem er samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Haldnir eru morgunverðarfundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og hafa þeir verið vel sóttir.

Á síðasta fundi var fjallað um áhrif tölvunotkunar á líf ungs fólks og mættu um 100 manns. Þar fjallaði Jóna Möller aðstoðarskólastjóri Kópavogsskóla um upplifun skólakerfisins af tölvufíkn ungs fólks, Elín Thorarensen framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fjallaði um svefnþarfir ungs fólks og Björn Harðarson sálfræðingur hélt erindi um tölvufíkn.

2. feb. 2006 : Ungmennastarf hafið að nýju

Hér má sjá hluta þeirra sem mættu á fyrsta fundinn hjá URKÍ-H.
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands í Hafnarfirði, eða URKÍ-H, tók til starfa að nýju í gærkvöldi eftir nokkura ára hlé. Það voru um 15 manns sem mættu á fyrsta fundinn og kynntu sér það starf sem boðið verður uppá fram á sumarið.

Krakkarnir horfðu á stutt kynningarmyndband um Rauða krossinn, kynntu sig fyrir þeim sem mættir voru og skoðuðu aðstöuna hjá Hafnarfjarðardeildinni. Því næst var sest niður í hugmyndavinnu en flest höfðu þau fullt af góðum hugmyndum um hvernig þau sjálf vilja móta starfið. Að lokum var rykið dustað af gömlum spilastokkum og slegið á létta strengi.

30. jan. 2006 : Leiðsögn og stuðningur til aðlögunar

Framtíð í nýju landi er verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna.

18. jan. 2006 : Veruleg fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan


 Aníta Ólöf Jónsdóttir og Hjördís Einarsdóttir afhentu í dag Kópavogsdeild Rauða kross Íslands ágóðann af tónleikum til styrktar jarðskjálftanum í Pakistan sem haldnir voru í Austurbæ 29. desember síðastliðinn.

Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.

7. jan. 2006 : Fundargerðir

Stjórn URKÍ hefur birt fundargerðir sínar hér á vefnum eftir bestu getu hingað til og verður engin breyting á því á

Svona lítur nýi tengillinn út
næstunni.
Hins vegar hafa fundagerðirnar ekki þótt nægilega aðgengilegar, en þær má sækja á pdf. formi með því að velja "um urkí" hér að ofan og síðan "fundargerðir."
Að undanförnu hefur stjórnin reynt að halda síðu þessari vel gangandi og reynt að gera hana aðgengilegri og einn liður í því að gera fundargerðirnar aðgengilegri fyrir þá sem þær vilja skoða.
Því hefur settur inn tengill hér til hliðar beint inn á fundargerðirnar. Temgillinn er merktur "Fundargerðir stjórnar URKÍ"

6. jan. 2006 : Safnkortshafar fá skyndihjálparnámskeið

Mánaðarlega fá safnkortshafar ESSO góð tilboð þar sem þeir geta margfaldað verðgildi punkta sinna.
Í dag fengu safnkortshafar póst um janúartilboðin. Safnkorsthöfum býðst nú að greiða 1900 krónur auk þúsund safnkortspunkta fyrir skyndihjálparnámskeið Rauða krossins, en fullt verð fyrir slíkt námskeið er 3900 krónur og því tvöfaldast verðgildi safnkortspunktanna. Í bréfinu er sagt um námskeiðið: "Námskeið í skyndihjálp. 4 klukkustunda námskeið í grunnfærni og að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum."
Það hefur marg sannað sig að mikilvægi þess að sækja slík námskeið reglulega skipta miklu máli og hefur kunnáttan sem þau skilja eftir oftar en tölu á festir bjargað mannslífum.
Þess má geta að allir meðlimir í Rauða krossinum fengu félagsskírteini á síðasta ári og gildir það meðal annars sem safnkort ESSO.
Námskeið fyrir safnkortshafa verða sem hér segir:

  • 19. janúar kl. 14.00 – 18.00
  • 26. janúar kl. 14.00 – 18.00
  • 9. febrúar kl. 14.00 – 18.00
    Hámarks þátttakendur á námskeiði er 15 manns.

Við hvetjum alla að nýta sér þessi námskeið Rauða krossins, skráning fyrir safnkortshafa fer fram á www.esso.is og í síma 560-3400 (Þjónustuver ESSO), aðrir áhugasamir hafi samband við aðalskrifstofu Rauða krossins sem er við Efstaleiti, síminn er 570-4000.

2. jan. 2006 : Fjöldahjálparæfing

Laugardaginn 14. janúar verður haldin fjöldahjálparæfing í Fellaskóla. Þar verða æfð viðbrögð vegna skyndilegrar rýmingar í stóru íbúðarhverfi. Til að æfingin verði sem raunverulegust er þörf á miklum fjölda fólks á öllum aldri í hlutverk flóttafólks.

Æfingin stendur frá klukkan 13.00 til 15.30.

Fólk er hvatt til að...