30. jan. 2006 : Leiðsögn og stuðningur til aðlögunar

Framtíð í nýju landi er verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna.

18. jan. 2006 : Veruleg fjárhæð til hjálparstarfs í Pakistan


 Aníta Ólöf Jónsdóttir og Hjördís Einarsdóttir afhentu í dag Kópavogsdeild Rauða kross Íslands ágóðann af tónleikum til styrktar jarðskjálftanum í Pakistan sem haldnir voru í Austurbæ 29. desember síðastliðinn.

Upphæðin sem safnaðist vegna tónleikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfnuðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.

7. jan. 2006 : Fundargerðir

Stjórn URKÍ hefur birt fundargerðir sínar hér á vefnum eftir bestu getu hingað til og verður engin breyting á því á

Svona lítur nýi tengillinn út
næstunni.
Hins vegar hafa fundagerðirnar ekki þótt nægilega aðgengilegar, en þær má sækja á pdf. formi með því að velja "um urkí" hér að ofan og síðan "fundargerðir."
Að undanförnu hefur stjórnin reynt að halda síðu þessari vel gangandi og reynt að gera hana aðgengilegri og einn liður í því að gera fundargerðirnar aðgengilegri fyrir þá sem þær vilja skoða.
Því hefur settur inn tengill hér til hliðar beint inn á fundargerðirnar. Temgillinn er merktur "Fundargerðir stjórnar URKÍ"

6. jan. 2006 : Safnkortshafar fá skyndihjálparnámskeið

Mánaðarlega fá safnkortshafar ESSO góð tilboð þar sem þeir geta margfaldað verðgildi punkta sinna.
Í dag fengu safnkortshafar póst um janúartilboðin. Safnkorsthöfum býðst nú að greiða 1900 krónur auk þúsund safnkortspunkta fyrir skyndihjálparnámskeið Rauða krossins, en fullt verð fyrir slíkt námskeið er 3900 krónur og því tvöfaldast verðgildi safnkortspunktanna. Í bréfinu er sagt um námskeiðið: "Námskeið í skyndihjálp. 4 klukkustunda námskeið í grunnfærni og að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum."
Það hefur marg sannað sig að mikilvægi þess að sækja slík námskeið reglulega skipta miklu máli og hefur kunnáttan sem þau skilja eftir oftar en tölu á festir bjargað mannslífum.
Þess má geta að allir meðlimir í Rauða krossinum fengu félagsskírteini á síðasta ári og gildir það meðal annars sem safnkort ESSO.
Námskeið fyrir safnkortshafa verða sem hér segir:

  • 19. janúar kl. 14.00 – 18.00
  • 26. janúar kl. 14.00 – 18.00
  • 9. febrúar kl. 14.00 – 18.00
    Hámarks þátttakendur á námskeiði er 15 manns.

Við hvetjum alla að nýta sér þessi námskeið Rauða krossins, skráning fyrir safnkortshafa fer fram á www.esso.is og í síma 560-3400 (Þjónustuver ESSO), aðrir áhugasamir hafi samband við aðalskrifstofu Rauða krossins sem er við Efstaleiti, síminn er 570-4000.

2. jan. 2006 : Fjöldahjálparæfing

Laugardaginn 14. janúar verður haldin fjöldahjálparæfing í Fellaskóla. Þar verða æfð viðbrögð vegna skyndilegrar rýmingar í stóru íbúðarhverfi. Til að æfingin verði sem raunverulegust er þörf á miklum fjölda fólks á öllum aldri í hlutverk flóttafólks.

Æfingin stendur frá klukkan 13.00 til 15.30.

Fólk er hvatt til að...