27. apr. 2006 : Ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk á vegum Goi friðarstofnunarinnar í Japan

Í tilefni alþjóðlegs áratugar Sameinuðu þjóðanna, sem tileinkaður er rétti barna til lífs án ofbeldis og  friðarmenningu, stendur Goi friðarstofnunin í Japan fyrir alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk í tveimur aldursflokkum undir þemanu: Learning to live together: promoting tolerance and diversity in globalized societies.

Aldursflokkurinn 15-25 ára
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar í aldursflokknum 15-25 ára er að koma fram með hugmynd að verkefni eða aðgerðum ungs fólks til að stuðla að því að fólk af mismunandi uppruna og menningu geti búið saman í sátt og samlyndi og þar með vegið upp á móti því hvernig fordómar og fáfræði, útilokun og mismunun og skortur á aðlögun útlendinga og innflytjenda í viðtökulandi getur orðið uppspretta mikilla vonbrigða og örvæntingar sem getur ýtt undir vítahring átaka á milli ungs fólks af mismunandi uppruna og menningu.